Fréttir: 2016

Sálmafoss á Menningarnótt í 10. skiptið í Hallgrímskirkju

18.08.2016
Sálmafoss 2016 í Hallgrímskirkju 20. ágúst kl. 15:00 – 21:00 Glæsilegir einsöngvarar, fjölbreyttir kórar, Klaisorgelið í allri sinni dýrð, tölvustýrt orgel, nýjir sálmar, almennur söngur, kaffihús með ilmandi vöfflum og kaffi úr antikbollum!  Sálmafoss hefur verið haldinn árlega í Hallgrímskirkju á Menningarnótt frá árinu 2007 og er þetta...

Seinustu orgeltónleikarnir á Alþjóðlegu orgelsumari

17.08.2016
Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12 Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju í Reykjavík er síðastur í röð íslenskra organista,  sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar.  Kári hefur oft komið fram og leikið á  stóra Klais orgelið í kirkjunni og er það mikið tilhlökkunarefni að heyra hann nú leika mjög...

Upplýsingar vegna fermingarstarfs Hallgrímskirkju

17.08.2016
Skráning í fermingarstarf Hallgrímskirkju er að þessu sinni rafræn undir þessari smellu hér. Fleiri upplýsingar um fermingarstarfið eru hérna undir Börn og unglingar-Fermingarfræðsla. Fermingastarfið hefst sunnudaginn 4. september kl. 11 með messu þar sem fermingarungmenni ásamt foreldum og/eða forráðamönnum eru boðin velkomin. Kl. 12.30 verður...

Hádegistónleikar með Schola cantorum

17.08.2016
Hádegistónleikar Schola cantorum eru kl. 12.00 miðvikudaginn 17. ágúst. Aðgangseyrir er 2500 kr. og miðar seldir við innganginn. Miðasala hefst klukkustund fyrir tónleika. Kórinn gaf út á dögunum nýjan geisladisk sem ber heitið Meditatio. Hægt er að fjárfesta í þeim diski fyrir og eftir tónleika. Hlökkum til að sjá ykkur.

Árdegismessa

16.08.2016
Árdegismessa er kl. 8 á miðvikudaginn. Frábær leið til þess að byrja daginn í góðu samfélagi. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund 14. ágúst kl. 11

11.08.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með sögustundinni hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Textar: Lexía: Jes 29.17-24 Er ekki skammt þar til Líbanon verður að...

Útgáfutónleikar Schola cantorum

10.08.2016
Áhrifarík og íðilfögur kórverk er að finna á glænýrri plötu Schola cantorum, Meditatio, sem kemur út hjá BIS miðvikudaginn 10. ágúst. Verkin eru öll frá 20. og 21. öldinni og tjá sára sorg og söknuð ástvinamissis en fela jafnframt í sér þá kraftmikla von og huggun sem tónlistin getur veitt. Kórinn fagnar útgáfu plötunnar með tónleikum í...

Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikadagskrá vikunnar

09.08.2016
Níunda vika Alþjóðlega orgelsumarsins 2016 er nú hafin og framundan er alveg sérstaklega viðburðarík og spennandi vika með útgáfutónleikum, drottningararíum og Bach-veislu. Nánari upplýsingar eru inn á vef listvinafélagsins. Miðvikudagurinn 10. ágúst kl. 12 Kammerkórinn Schola cantorum mun á þennan miðvikudag halda glæsilega útgáfutónleika...

Foreldramorgnar í kórkjallara

09.08.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.