Fréttir

Passíusálmalestur á Föstudeginum langa kl. 13 - 18

13.04.2017
Í ár er það breiður hópur rithöfunda, sem flytur sálmana, en rithöfundarnir lesa allir úr hinni nýju vönduðu útgáfu sálmanna sem Mörður Árnason hafði umsjón með og gefin var út fyrir 2 árum hjá Crymogea. Eftirtaldir rithöfundar lesa: Anton Helgi Jónsson, Arngunnur Árnadóttir, Ármann Jakobsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Einar Kárason, Kristín...

Guðþjónusta á Föstudeginum langa kl. 11

13.04.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Píslarsagan lesin og litanía Bjarna Þorsteinssonar sungin. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið velkomin.

Skírdagur - Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20

11.04.2017
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. í lok athafnar verður Getsemanestund með afskrýðingu altarins. Altarisklæði og hökull eftir Unni Ólafsdóttur tekinn fram til notkunar í guðþjónustu...

Söngvahátíð barnanna á Skírdag kl. 14

11.04.2017
SÖNGVAHÁTIÐ BARNANNA Í HALLGRÍMSKIRKJU Á SKÍRDAG 13. APRÍL KL. 14.00 (ATH. BREYTTAN TÍMA)   UM 100 börn og unglingar úr 7 barna- og unglingakórum flytja fjölbreytta efnisskrá við undirleik úrvals jazzhljóðfæraleikara, en þeir eru Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk, en Björn...

Dymbilvika og páskar í Hallgrímskirkju

10.04.2017
Klikka þarf á mynd til þess að stækka  

Árdegismessa

10.04.2017
Árdegismessa er að sjálfsögðu í dymbilvikunni líka og er hún á sama tíma kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

10.04.2017
Þriðjudaginn 11. apríl kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

09.04.2017
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir notalega kortérs bænastund í hádeginu á mánudögum kl. 12.15 – 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin.

Messa á Pálmasunnudegi kl. 11

08.04.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Umsjón með barnastarfi hafa Rósa Hrönn Árnadóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson. Kaffisopi eftir messu. Verið...