Fréttir

Messa og barnastarf - Fyrsti sunnudagur í aðventu

25.11.2016
Messa sunnudaginn 27. nóvember kl 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru Bjarni Gíslason og Sigrún Ásgeirsdóttir. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar...

Kyrrðarstund

23.11.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað á fimmtudaginn kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og organsti er Hörður Áskelssson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Jólin hans Hallgríms

21.11.2016
Það er gaman að fara með börnunum í Hallgrímskirkju á aðventunni. Sýningin „Jólin hans Hallgríms“ verður opnuð í kirkjunni sunnudaginn 27. nóvember og stendur til 6. janúar. Þar er gömlu jólunum gerð skil, eins og þau voru þegar Hallgrímur Pétursson var lítill strákur á 17. öldinni. Baðstofa hefur verið gerð á pallinum aftan við orgelið í...

Jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju

21.11.2016
Jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju Verður haldinn fimmtudaginn 1. desember kl. 19.00 í hliðarsal kirkjunnar. Á fundinum mun Inga Harðardóttir fjalla um konurnar í Jólaguðspjallinu. Hefðbundið hangikjöt og meðlæti. Jólasöngvar og fleira notalegt í byrjun aðventu. Takið endilega með ykkur gesti. Verð 3000...

Liðug á líkama og sál

21.11.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

21.11.2016
Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

20.11.2016
Mánudaginn 21. nóvember er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 20. nóvember kl.11

18.11.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir messu.

Guðjón Samúelsson 20. nóvember kl. 10–10.45.

18.11.2016
Guðjón Samúelsson, húsameistari og Hallgrímskirkja Pétur Ármannsson arkitekt segir frá arkitektinum sem teiknaði kirkjuna.