Fréttir

Fyrsta kyrrðarstund vetrarins!

14.09.2016
Hinar vinsælu kyrrðarstundir hefjast aftur eftir gott sumarfrí fimmtudaginn 15. september kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu með bæn. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og organsti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið...

Foreldramorgnar í kórkjallara

13.09.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

13.09.2016
Miðvikudaginn 14. septemer kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Lúthers sálmar í tali og tónum

12.09.2016
Þriðjudaginn 13. september kl. 19.30 - 20.30 verður fyrirlestur í Hallgrímskirkju. Próf. Dr. Johannes Schilling frá Kielar háskóla i Þýskalandi ræðir sálma Lúthers út frá játningarfræði, kristsfræði og trúartrausti. Vel valdir sálmar Lúthers sungnir og ræddir. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup flytur inngangsorð og tekur vel á móti...

Liðug á líkama og sál

12.09.2016
Starf eldri borgara sem er kallað Liðug á líkama og sál heldur áfram á morgun, þriðjudag. Hist er í kórkjallaranum kl. 11 - 13 þar sem ýmislegt er á dagskránni t.d. leikfimi, spjall og ávallt er endað á súpu. Mjöll Þórarinsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir sjá um stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallaranum

12.09.2016
Á morgun, þriðjudaginn 13. september kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Fyrsta hádegisbæn vetrarins á morgun

11.09.2016
Á morgun, mánudaginn 12. september er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 11. september kl. 11

09.09.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi. Kirkjukaffi eftir messu í Suðursal. Verið velkomin. Textar:  Lexía: Job 19.25-27 Ég veit að lausnari minn...