Fréttir

Fyrirbænamessa í kórkjallara

29.08.2016
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Prédikun seinasta sunnudags

27.08.2016
Prédikun 21. ágúst 2016 í Hallgrímskirkju. Inga Harðardóttir Cand.theol flutti.  Í hans heimi eru allir vinir Fyrir fjórum árum – upp á dag- fékk ég dreng í fangið mitt í fæðingarlaug í sólbjartri stofunni heima. Þvílíkt undur að fá slíkt kraftaverk í hendurnar – þvílík óverðskulduð ástargjöf frá skaparanum að vera treyst fyrir nýju lífi....

Ensk messa 28. ágúst kl. 14 / English service with holy communion 28. August at 2 pm

26.08.2016
English below: Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 28. ágúst. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir. Service – with Holy Communion – in Hallgrimskirkja 28. Augustu at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason will preach and celebrant....

Messa og sögustund 28. ágúst kl. 11

26.08.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sögustund hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Tónleikar með Schola cantorum á morgun

23.08.2016
Á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 12 verða sumartónleikar kammerkórsins Schola cantorum. Á efnisskránni verður m.a. Hin íðilfagra Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Einsöngvari er Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Íslensk kórtónlist hefur fengið að óma í allt sumar í Hallgrímskirkju á miðvikudögum og hefur ekki síst heillað ferðamenn upp...

Foreldramorgnar í kórkjallara

23.08.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Á morgun er á dagskránni fataskiptimarkaður. Allir eru hvattir til að koma með föt sem ekki nýtast lengur. Verið velkomin.

Árdegismessa

23.08.2016
Árdegismessa er kl. 8 á morgun. Frábær leið til þess að byrja daginn í góðu samfélagi. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund 21. ágúst kl. 11

19.08.2016
Sunnudagsmessa og sögustund fyrir börnin kl. 11, 21. ágúst. Þessi sunnudagur er 13. sunnudagur eftir þrenningarhátið. Inga Harðardóttir cand.theol. prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með...

Sálmafoss á Menningarnótt í 10. skiptið í Hallgrímskirkju

18.08.2016
Sálmafoss 2016 í Hallgrímskirkju 20. ágúst kl. 15:00 – 21:00 Glæsilegir einsöngvarar, fjölbreyttir kórar, Klaisorgelið í allri sinni dýrð, tölvustýrt orgel, nýjir sálmar, almennur söngur, kaffihús með ilmandi vöfflum og kaffi úr antikbollum!  Sálmafoss hefur verið haldinn árlega í Hallgrímskirkju á Menningarnótt frá árinu 2007 og er þetta...