Fréttir

Lokatónleikar Schola cantorum

23.08.2015
Schola cantorum heldur lokatónleika kirkjulistarhátíðar, sunnudaginn 23. ágúst kl. 17. Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Einnig verða frumflutt verk eftir Sigurð Sævarsson og Jón...

Hátíðarmessa 23. ágúst kl. 11

22.08.2015
Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju er haldin þessa ágústdaga. Flesta daga eru stórviðburðir í kirkjunni. Sunnudagurinn 23. ágúst verður hátíðamessa á lokadegi hátíðarinnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Leonard Ashford og dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar. Hinn frábæri...

Sálmafoss á menningarnótt

22.08.2015
Á menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst, verður sannkölluð tónlistarveisla í Hallgrímskirkju, ókeypis og opin öllum. Tónleikaveislan stendur milli 15.00 - 21.00 og dagskráin er svohljóðandi.: Kl. 15.00 - Fimm nýjir sálmar eftir 10 konur verða frumfluttir. Tónskáldin eru: Þóra Marteinsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín...

Dagskrá Kirkjulistahátíðar 14. - 23. ágúst

21.08.2015
Mikið verður um dýrðir næstu daga í Hallgrímskirkju meðan Kirkjulistahátíð stendur yfir. Hérna er yfirlit yfir dagskrána eftir órotóriuna Salómons.: Mánudagurinn 17. ágúst kl. 21.00 - Klais orgelið í nýjum víddum.  Ungir raftónlistarmenn nýta sér nýjan tæknibúnað Klais-orgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hins magnaða...

Enskur tíðarsöngur eða Evensong með King's Men

20.08.2015
Magnaður 18 manna karlakór frá Cambridge syngur á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Föstudaginn 21. ágúst kl. 17.00 munu þeir syngja tíðarsöng að enskum hætti og með þeim munu þjóna dr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Verið hjartanlega velkomin til tíðagerðar í íslenskri kirkju en að enskum...

Foreldramorgnar alla miðvikudaga

18.08.2015
Foreldramorgnar eru haldnir alla miðvikudaga kl. 10.00 - 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um hópinn. Allir foreldrar með ungana sína eru velkomin.    

Árdegismessur alla miðvikudaga

18.08.2015
Árdegismessa á miðvikudegi kl. 8 í kór kirkjunnar. Messuþjónar flytja stutta hugvekju, leiða í bæn, forsöng og aðstoða við útdeilingu ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Verið velkomin.  

Orgeltvenna með Oliver Latry

18.08.2015
Olivier Latry, organisti við Notre Dame í París, mun halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. ágúst. Sá fyrri kl. 20.00 er einleikstónleikar og sá síðari kl. 22.00 slæst eiginkona hans Shin-Young Lee í lið með honum og leika þau sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) orgelútsetningu á Vorblóti Stravinskys. Miðasala í Hallgrímskirkju og...

Örþing um Salómon konung

12.08.2015
Hver var hann? Hvernig voru fjölskylda og uppeldisaðstæður þessa fræga konungs í Ísrael? Hvaða áhrif hafði hann á samfélag og helgihald þjóðar sinnar? Hver er áhrifasaga hans? Hvers eðlis var ljóðlist og spekihefð hebrea? Föstudaginn 14. ágúst kl. 12:15 - 13:45 verður örþing í Norðursal Hallgrímskirkju í tilefni af flutningi oratóriu Händels á...