Fréttir

Kóræfing á fimmtudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

01.10.2015
Fimmtudaginn 1. okt kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu, æfingadagur/heimsækja...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 1. október

30.09.2015
Í kyrrðarstundinni 1. okt verður fallegt orgelspil.   Sigurður Árni Þórðarson íhugar. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Árdegismessa á miðvikudegi

29.09.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 30. september. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.  

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

28.09.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Mjöll Þórarinsdóttir ofl. sjá um fjörið og bjóða alla velkomna.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

28.09.2015
Dr. Sigurður Árni Þórðarsson leiðir notalega fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30 á þriðjudögum. Verið hjartanlega velkomin.  

Fylg þú mér

25.09.2015
Sunnudaginn 27. september, sem er 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður messan kl. 11 í samvinnu við Kristileg skólasamtök, KSS og Kristilegt stúdentafélag, KSF. Sr. Sveinn Alfreðsson og Bogi Benediktsson flytja samtalsprédikun. Messuþjónar verða úr KSS og KSF. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson...

Friðarbrú

23.09.2015
Að byggja brú friðarins er mál okkar allra, þeirra sem trúa og þeirra sem ekki trúa, hvítra og svartra, kvenna og karla, ungra og gamalla og fólks af öllum þjóðum og hópum. Fimmtudaginn 24. september verður efnt til þvertrúarleg rar samveru í Hallgrímskirkju. Stuttar ræður fólk úr ýmsum trúarhópum verða fluttar, söngvar sungnir og brú friðar...

Málþing um dr. Jakob Jónsson, Hallgrímskirkjuprest

23.09.2015
Dr. Jakob Jónsson var prestur Hallgrímskirkju, fræðimaður, rithöfundur og skáld. Hann skrifaði m.a. merka doktorsritgerð um kímni í Nýja testamentinu. Ritgerðin HUMOUR AND IRONY IN THE NEW TESTAMENT kom út fyrir réttir hálfri öld. Að gefnu því tilefni verður efnt til málþings í Suðursal Hallgrímskirkju föstudaginn 25. september 2015...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 24. sept.

23.09.2015
Í kyrrðarstundinni 24. sept syngur kór frá Masthuggkyrkan í Svíþjóð. Sigurður Árni Þórðarson íhugar. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.