Fréttir: 2017

Fyrirbænamessa í kórkjallara

10.04.2017
Þriðjudaginn 11. apríl kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

09.04.2017
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir notalega kortérs bænastund í hádeginu á mánudögum kl. 12.15 – 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin.

Messa á Pálmasunnudegi kl. 11

08.04.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Umsjón með barnastarfi hafa Rósa Hrönn Árnadóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson. Kaffisopi eftir messu. Verið...

Kyrrðarstund

05.04.2017
Fimmtudaginn 6. apríl kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

05.04.2017
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Playgroup in the crypt for parents and their children every wednesday morning at 10 am-12 pm. Everybody is welcome.

Árdegismessa

04.04.2017
Miðvikudaginn 5. apríl kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Er í lagi að drepa barn?

03.04.2017
Hvað eigum við að gera með skelfilega texta í Biblíunni? Í einum þeirra er föður fyrirskipað að deyða drenginn sinn. Er hægt að verða við slíku boði. Er hægt að trúa á duttlungafullan Guð sem rífur gleðigjafana úr fangi fólks. Í prédikun 2. apríl ræddi Sigurður Árni Þórðarson um skelfingaraðstæður feðganna Abrahams og Ísaks. Prédikunin er að baki...

Liðug á líkama og sál

03.04.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

03.04.2017
Á þriðjudögum er fyrirbænamessa í kórkjallaranum kl. 10.30 – 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.