Fréttir: 2017

Messa & barnastarf 12. nóv kl. 11

10.11.2017
Messa og barnastarf 12. nóvember 2017 kl. 11 Tuttugasti og þriðji sunnudagur eftir þrenningarhátíð Kristniboðsdagurinn Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjá með barnastarfi hafa Rósa Árnadóttir, Karítas Hrundar...

Jólafundur Kvenfélagsins - skráning

09.11.2017
verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 19:00. Á fundinum verður hin hefðbundna hangikjötsveisla ásamt söng, upplestri og gleði. Verð kr. 3.900 á manninn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. nóvember hjá kirkjuvörðum í síma 5101000 eða kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is, á netfangið gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com eða hjá Ásu í síma...

Kyrrðarstund

06.11.2017
Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

06.11.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

06.11.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.11.2017
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

05.11.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Kirkjan lokar fyrr vegna veðurs

05.11.2017
Vegna veðurs lokar turninn kl. 16 og kirkjan lokar kl. 16.30. Við minnum líka á að tónleikar Schola cantorum kl. 17 er frestað einnig.