„Getur einhver frá Hallgrímskirkju tekið á móti amerískum hóp?“ Svona spurning berst oft í tölvupóstum. Alls konar hópar koma í kirkjuna og sumir óska eftir fá prest eða starfsmann kirkjunnar til að kynna starf hennar, húsagerð, listina í kirkjunni eða íslenska kristni og trúarlíf. Hallgrímur Pétursson, líf hans og list er líka efni sem margir...
Verkið Brynjur eftir Steinunni Þórarinsdóttur verður til sýnis á Hallgrímstorgi í sumar. Verkið er í þrennu lagi og er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2022.
Sögulegir tónleikar - Haydn að vori voru í Hallgrímskirkju í gær. Á tónleikunum komu fram Kór Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason, Barokkbandið Brák, Elfa Rún Kristinsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.Þetta voru fyrstu tónleikar í samstarfi Hallgrímskirkju og Barokkbandsins Brák. Sérlega vel heppnaðir og vel sóttir...
Rúnar Vilhjálmsson, í sóknarnefnd Hallgrímskirkju, var kjörinn á kirkjuþing sem aðalmaður Reykjavíkurkjördæmis. Aðrir aðalmenn í kjördæminu eru Kristrún Heimisdóttir úr Seltjarnarnessókn og Jónína Rós Guðmundsdóttir úr Háteigssókn. Gunnar Þór Ásgeirsson úr Dómkirkjusókn var kjörinn 1. varamaður. Fulltrúar á kirkjuþing, sem er æðsta...
Fara fram í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 18. maí kl. 17:00. Þar með lýkur Tuuli einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.Flutt verða verk eftir Franz Liszt, Peeter Süda og César Franck.Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Vorhátíð var haldin í dag í Hallgrímskirkju. Fjöldi barna kom í kirkju, fjölskyldur þeirra, þau sem koma venjulega í kirkjuna og nokkrir útlendingar sem vildu njóta guðsþjónustu í kirkjunni.
Módelkirkja sem fangi hafði gert í fangelsinu á Hólmsheiði var afhent Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. maí. Eftir messu var haldið málþing um fangelsi og lífið í og eftir fangavist.