Pistlar og predíkanir

Tré í kirkju og pálminn í Hallgrímskirkju

10.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Á pálmasunnudegi ættum við að leggja niður okkar eigin pálma og eigin blekkingar og opna augun fyrir djúpmálum lífsins. Nú hefst tími íhugunar á lífsdrama kristninnar sem eiginlega er um okkur, líf okkar og val. Ekkert okkar er án vanda og áfalla, en sagan er þó um að lífið er gott, Guð er nærri og sagan endar gæfulega. Af hverju er tré í kirkju?

Neyðarópið sem frumóp

14.03.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald
Hin blóðuga, særða og þungaða kona, Mariana í Mariupol, lifði af árás á fæðingardeildina. Myndirnar af henni þegar hún staulaðist milli hæða í húsarústunum fóru um allan hinn rafræna heim. En Mariana fæddi lifandi barn, þrátt fyrir að fæðingardeildin hefði verið eyðilögð. Það var dóttir sem lifði. Í gær var tilkynnt að hún hafi verið nefnd Veronika. Hvað þýðir það nafn: Boðberi sigurs. Stórkostlegt. Lífið heldur áfram.

Pútínlandið – ferðir á föstu

27.02.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Prestar, Kirkjustarf, Jesús Kristur
Jesús og Pútín hafast ólíkt að. Jesús fór í friði og vildi hjálpa fólki. Ferð hans var til að leysa vanda. Engir herir, engin fórnarlömb. Hann var sjálfur farvegur friðarins. Föstuferð Pútíns er alger andstæða. Jesús fór ekki til að spilla valdi eða efna til átaka. Pútín fer með eldi og neyðir fólk til ofbeldis og hlýðni. Hann sendir fólk í dauðann og beitir ofríki gagnvart nágrönnum sínum, fullvalda frændsystkinum og drepur þau ef þau hlýða ekki túlkun hans. Jesús gerði sér grein fyrir að ferð hans til Jerúsalem gæti endað með skelfingu. Hann hafnaði að sölsa undir sig með valdi heldur fór leið friðarins. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarson á sunnudegi í föstuinngangi, 27. febrúar, 2022.

Guð er Bonus

13.02.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald, Kirkjustarf
Maður sem tekur Jesú Krist alvarlega getur ekki leyft sér að trú að lífið sé leiðinlegt. Kristindómur bannar mönnum ekki að gagnrýna og greina milli góðs og ills. Þvert á móti. En kristnin bannar mönnum, að loka augunum fyrir fegurð, möguleikum, nýsköpun og gleði og að Guð er frábær. Kristnin er átrúnaður gleðinnar en ekki depurðar.

Kvíði - ótti – uggur og trú

30.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald
Bátsferðin í óveðri. Jesús svaf en var vakinn til að bjarga.

Aqua vitae – foss

16.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Hvað þýðir svona texti? Getum við lært eitthvað af honum? Er Jesús í Kanasögunni meðvirkur barþjónn? Nei, málið er dýpra en svo yfirborðsleg túlkun. Vissulega voru þau til sem mislíkaði að Jesús væri glaður og til í gleðskap. Hann var uppnefndur vínsvelgur og gleðipinni. Sagan fjallar um annað en vínnotkun.

Nýtt upphaf

10.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Skírn í fortíð og nútíð. Hvað hefur breyst og hvað ekki.

Bull, ergelsi og pirra

05.01.2022
Prédikanir og pistlar, Helgihald, Kirkjustarf, erindi jólanna
Hverjir voru vitringarnir í jólasögunni? Hvaða hlutverki þjónuðu þeir? Og hafa þeir einhverja merkingu fyrir okkur og samtíð okkar?

Ert þú jólasveinn?

05.12.2021
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Prestar
Já, íslensku jólasveinarnir eru áhugaverðari en flestir hinna rauðuklæddu og erlendu - ekki síst vegna þess, að þeir eru eins og kennsludæmi. Þeir eru þegar dýpst er skoðað tákn og dæmi fyrir uppeldi og mótun. Hlutverk þeirra er kannski fyrst og fremst að kenna okkur eitthvað um lífið, ógnir og tækifæri. Þeir eru víti til varnaðar í lífsleiknináminu.