Eftir guðþjónustu á páskamorgni voru glænýjar kirkjuklukkur, sem eru á leið til Grímseyjar, afhjúpaðar og blessaðar í fordyri Hallgrímskirkju. Siglt verður með klukkurnar til Grímseyjar í vor eða sumar þegar allt verður til reiðu í kirkjuturninum nýja til þess að taka á móti þeim.
Um þessar mundir eru 35 ár síðan Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru fyrst fluttir í heild sinni á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju. Frumkvæði að flutningnum hafði Eyvindur Erlendsson leikari og leikstjóri, sem jafnframt var eini flytjandinn.
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundnu helgistundirnar, sem fólk hefur áður upplifað. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur hefur möguleika að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýjan stað.
Kall Guðs berst okkur öllum í verðandi lífsins. Við erum aldrei svo illa komin að allt lokist. Erkiboðskapur kristninnar er ekki um prósentur gjaldenda í kirkjufélagi heldur að Guð er nær okkur en lífið sjálft. Við erum alltaf í kompaníi með Guði hvert sem við förum og hvað sem við gerum. Guð alltaf nærri, aldrei ágengur heldur virðandi vinur og elskhugi. „Óttast þú eigi ... því að þú hefur fundið náð hjá Guði.“ Maríustílllinn er: „Já, verði mér eftir orðum þínum.“
Á fjölmennri samkomu hér í Hallgrímskirkju spurði sessunautur minn: Hver er það sem er að læðast þarna bak við orgelið og upp í kórinn? Er hann með myndavél, spurði ég? Já, þá er þetta sóknarpresturinn að leita nýrra sjónarhorna og fanga ljósbrot í skuggaspili kirkjunnar. Þannig er doktor Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur okkar um níu ára skeið. Endalaust að undrast og dásama þetta mikilfenglega guðshús, Hallgrímskirkju.
Fjölmenni var í Hallgrímskirkju í kveðjumessu dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar sem skírði Kristján Sigurð Davíðsson í upphafi athafnar. Í prédikuninni íhugaði Sigurður Árni merkingu helgisögunnar um Maríu guðsmóður og tengingu hennar við mannlíf tvö þúsund árum síðar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónaði fyrir altari og Kór Hallgrímskirkju söng undir...