Hallgrímskirkja tekur á móti Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur
01.06.2023
Fréttir
Við messu á Sjómannadaginn, 4. júní nk., tekur Hallgrímssöfnuður formlega við kærkominni listaverkagjöf. Þar er um að ræða Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur sem hefur verið fundinn staður á vegg við hlið hornsteins Hallgrímskirkju hjá Kristsstyttu Einars Jónssonar og Ljósbera Gunnsteins Gíslasonar. Listaverkin þrjú mynda nokkurskonar bænastúku. Fjölmargir eiga bænastund með sjálfum sér á þessum stað í kirkjunni eða skrifa niður bænir sem síðar eru bornar upp að altari.