Guðsmynd og guðstúlkun Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum
07.02.2023
Fréttir
Barátta hins líðandi konungs er meginefni Passíusálmanna og litar guðsmynd þeirra. Hvernig fjallað er um heim, manneðli, samfélag manna, kirkjuna o.s.frv. tekur mið af meginefninu. Sú mynd sem dregin er af Jesú mótar allt annað og hafði áhrif á hvernig Íslendingar liðinna alda skildu líf sitt og lífsbaráttu.