Fjallað er um guðsmyndir Íslendinga á þriðjudagsfundum í Hallgrímskirkju þessar vikurnar. Í liðinni viku ræddi sr. Sigurður Árni Þórðarson um guðsmyndir í sögu, samtíð og framtíð. Fyrirlesturinn er að baki þessari smellu. Þriðjudaginn 7. mars kl. 12.10 mun sr. Sigrún Óskarsdóttir, fangaprestur, flytja framsögu um guðsmynd í fangelsi. Allir...
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 5. mars og þá er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum. Það verður regnboga- fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11 í Hallgrímskirkju. Það verður litrík dagskrá, biblíusaga dagsins verður Örkin hans Nóa og regnboginn verður þema dagsins. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur, það verður sýning úr Æði-flæði listasmiðju, bænatré verður sett upp, það verður skapandi stöðvavinna, bænir, hugvekja og grjónagrautur í messukaffinu. Verið hjartanlega velkomin!
Verið velkomin til þessar fræðslusamveru Talað um Guð. Hallgrímskirkja er dásamlegt hús til að tala við Guð og líka vettvangur til að tala um Guð. Í síðustu viku var fjallað um guðsmynd Hallgríms Péturssonar. Þar kom fram að Hallgrímur hefði uppteiknað guðsmynd sem túlkuð var með áherslu á hinn líðandi konung. Kenning Hallgríms var hin...
Ef rannsóknir á Biblíunni hafa breytt sýn manna á uppruna, eðli og merkingu Biblíutextanna verðum við að spyrja hvort sýn okkar standist og það sem við sjáum sé sködduð mynd og molnuð Biblíumynd í þúsund brotum. Þegar sjónin breytist þarf auðvitað að fara horfa með nýjum hætti. Það tekur líka tíma að aðlagast betri sjón.
Við horfum á fallin hús á landskjálftasvæðum, syrgjum hryllinginn og íhugum eyðingu. Allt fólk leitar öryggis og spyr um hjálp og vernd á einhverju skeiði. Sprengingar verða með ýmsu móti í lífi okkar. Skjálftar verða en við ákveðum hvert við leitum og hvað verður lífsakkeri okkar. Hvar er samhengið, lífsbjörgin, trúin?