Umhverfismessa og barnastarf
17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir og séra Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari.
Dr. Mark MacDonald, biskup frumbyggja í Kanada innan Anglikönsku kirkjunnar prédikar (sjá neðar umfjöllun um kanadíska biskupinn) Messuþjónar...
Næstkomandi sunnudag, 13. október, heldur Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, fyrirlestur í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 09:30 í Norðursal og hefur yfirskriftina Græna kirkjan í Danmörku Peter-Fischer Möller hefur gegnt embætti biskups í Hróarskeldu síðan 2008. Hann situr í framkvæmdastjórn kirkjuráðs í Danmörku og er...
Kyrrðarstund
Fimmtudaginn 10. október kl. 12
Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni.
Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal.
Allir velkomnir.
Miðvikudaginn 9. október kl. 12-12,45 í Norðursal Hallgrímskirkju.
Guðný Hallgrímsdóttir, prestur flytur erindið: Lífið heldur áfram - eftir skilnað.
Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.
Í fimm frásögnum miðla framsögumenn reynslu af áföllum, sorg, missi, ást og lífi. Þau ræða um viðbrögð, hvaða innsæi úrvinnsla veitir og hvernig...
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin!
Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.
Árdegismessa
Miðvikudaginn 2. október kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum.
Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þriðjudaginn 8. október kl. 10.30 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.
Verið velkomin.