Fréttir: Október 2017

Foreldramorgnar í kórkjallara

31.10.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

31.10.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

95 greinar Lúthers í fyrsta sinn! 

30.10.2017
Þegar Marteinn Lúther negldi greinar sínar á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517 hófst siðbótin. Hugmyndir Lúthers breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu. Nákvæmlega 500 árum síðar verða greinarnar 95 lesnar upphátt í Hallgrímskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem greinarnar eru lesnar í heyranda hljóði í kirkju á...

500 ára siðbótarafmæli

29.10.2017
HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!  Þriðjudaginn 31. október kl. 18-20 Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.  Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur.  Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal...

Tónleikhús um tvær siðbótarkonur

29.10.2017
TÓNLEIKHÚS UM TVÆR SIÐBÓTARKONUR Mánudaginn 30. október kl. 20   Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn. Verkið var samið í tilefni af því að 500 ár eru nú frá upphafi siðbótarinnar og er ætlað að varpa ljósi á þátttöku og áhrif kvenna á mótunarárum siðbótarinnar. Flytjendur: Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk,...

Lokað hluta úr degi

29.10.2017
Á mánudaginn 30. október er kirkjan lokuð frá kl. 9-13:30. Turinn opnar kl. 12:30.

Hátíðarmessa & Kantötuguðþjónusta

26.10.2017
Hátíðarmessa & Kantötuguðþjónusta Sunnudagurinn 29. október HÁTÍÐARMESSA-343. ártíð Hallgríms Péturssonar kl. 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson, sem predikar. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson orgel Oddur A. Jónsson bassi og Inga Rós Ingólfsdóttir selló, stjórnandi...

TESUR - opnun á sýningu

26.10.2017
Opnun á sýningunni TESUR laugardaginn 28. október kl. 14   Tesur er þátttökugjörningur sem myndlistarkonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal standa fyrir dagana 28. – 31. október. Verkið minnir á gjörninginn þegar Lúther negldi tesurnar 95 á kirkjudyrnar í Wittenberg í Þýskalandi 31.október 1517 og markaði þannig upphaf...

Sálmar á nýrri öld

25.10.2017
Sálmar á nýrri öld föstudagurinn 27. október, kl. 20:00. Kammerkórinn Schola cantorum syngur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. „Sálmar á nýrri öld“ eru 26 sálmar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason fyrir kór án undirleiks. Þessir hrífandi og fjölbreyttu sálmar fjalla um lofgjörð, bæn, gleði og sorg.   Miðaverð:...