Fréttir: Nóvember 2015

Fimm krossfestingar, ský og marmari - leiðsögn um myndlistarsýningu

13.11.2015
Sunnudaginn 15. nóvember kl. 14.00 verður í boði leiðsögn um myndlistarsýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Hallgrímskirkju á næst síðastu sýningarhelginni. Listamaðurinn Helgi Þorgils, Rósa Gísladóttir myndlistamaður og dr. Sigurður Árni Þórðarson spjalla um verkin og list Helga. Boðið verður upp á kaffi í suðursal kirkjunnar á...

Fjórir prestar og ein jarðarför

12.11.2015
Hvers konar prestar mæta okkur í kvikmyndum? Sunnudaginn 15. nóvember kl. 12:30 mun sr. Árni Svanur Daníelsson flytja erindið: Fjórir prestar og jarðarför: Kirkjan í kvikmyndum. Sýnd verða fyndin en líka grafalvarleg dæmi úr nýlegum kvikmyndum og rætt um það hvernig kirkja og prestar birtast í kvikmyndum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. nóvember kl. 11

12.11.2015
Sunnudagurinn 15. nóvember er messa  11.00 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Í prédikun verður rætt um ást og ofbeldi og voðaverk í París og viðbrögð okkar. Messuþjónar aðstoða ásamt fermingarungmennum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng og orgelleik annast Steinar Logi Helgason. Inga...

Prayer - kyrrðarstund kl. 17

12.11.2015
Meditation and prayer in rememberance of those who died in the Paris attacks - in Hallgrímskirkja Saturday November 14th 5 pm. Kyrrðarstund verður í Hallgrimskirkju kl. 17 laugardaginn 14. nóvember. Vegna voðaverkanna í París verður efnt til þessarar samveru. Fólk hefur tækifæri til að kveikja á kertum til minningar fórnarlömbum og til að sýna...

Schola cantorum í tónleikaferðalagi til Sviss

12.11.2015
Þann 12. nóvember heldur kórinn í tónleikaferð til Sviss í boði listahátíðarinnar Culturescapes, sem fram fer í  Basel og nágrenni og er með íslenska list í brennidepli. Kórinn syngur fimm tónleika á fjórum dögum: Í leikhúsinu í Chur þann 12. nóvember, í leikhúsinu í Bellinzona 13. nóvember, í Usterkirkju þann 14., Goetheanum í...

Krílasálmar á fimmtudögum

12.11.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum sem er kl. 13.00 – 14.00 á fimmtudögum, er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir,...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 12. nóvember

11.11.2015
Í kyrrðarstundinni 12. nóvember er leikið á orgelið og prestar kirkjunnar flytja hugvekju og bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Prjóna kvöld - Miðvikudaginn 11. nóvember

11.11.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á prjónakvöld hér í Hallgrímskirkju með Erlu Elínu miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 19:30 - 22:00  

Foreldramorgnar í kórkjallara

10.11.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.