Fréttir: Nóvember 2023

Aðventu- og jólatónleikaröð í Hallgrímskirkju 2023

29.11.2023
Aðventu og jólatónleikaröð í Hallgrímskirkju hefst með glæsilegri barokkhelgi 2. og 3. desember 2023. Fyrstu tónleikar tónleikaraðarinnar eru BAROKK ORGELTÓNLEIKAR með organistanum Eyþóri Inga Jónssyni frá Akureyri.Eyþór Ingi flytur bjarta aðventutónlist frá barokktímanum á Klais-orgelið eftir Balbastre, Scheidemann, Böhm, Scheidemann, Bach og...

Hallgrímskirkja klæðist appelsínugulu!

24.11.2023
Hallgrímskirkja verður lýst með appelsínugulum lit dagana 25. og 26. nóvember og sýnir með því samstöðu með átaki Soroptimista gegn ofbeldi. Stöndum upp fyrir konum! Hallgrímskirkja - Þinn staður!   --ENGLISH-- Hallgrímskirkja will be illuminated in orange on November 25 and 26, showing solidarity with the Soroptimist campaign against...

Heiðurstónleikar - Hörður Áskelsson sjötugur

23.11.2023
Sunnudagurinn 26. nóvember kl. 17 heiðra orgelnemendur Harðar Áskelssonar kennara sinn og fyrrverandi kantor í Hallgrímskirkju   Hörður Áskelsson var organisti og kantor Hallgrímskirkju í 39 ár frá 1982 til 2021. Hann flutti heim til Íslands eftir að hafa stundað kirkjutónlistarnám í Düsseldorf í Þýskalandi sem hann lauk með hæstu einkunn...

Sýningin Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju

14.11.2023
Hallgrímskirkja býður leikskóla- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni, að koma í heimsókn á sýninguna Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í aðdraganda jólanna.

Samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í gær

13.11.2023
Í gær, sunnudaginn 12. nóvember var haldin falleg samverustund í Hallgrímskirkju fyrir Grindvíkinga sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín. Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá um tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiddu almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir ávarparpaði okkur....

Samverustund í Hallgrímskirkju í dag KL 17.00 fyrir Grindvíkinga.

12.11.2023
Samverustund í Hallgrímskirkju í dag, sunnudag 12. nóvember kl. 17.00 fyrir alla Grindvíkinga sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín!

Fræðsluerindi - Fólk á flótta!

08.11.2023
Fræðsluerindi í október 2023