Fréttir: Desember 2018

Maríusystur í messu

03.09.2018
Hvað er að gerast? Þegar fjöldi kvenna í íslenskum og erlendum þjóðbúningum komu í Hallgrímskirkju rétt fyrir messu 2. september spurðu Íslendingarnir hverjar þessar konur væru. Og erlendu ferðamennirnir héldu að svona væru konur búnar þegar þær kæmu til helgihaldsins! Þessi stóri hópur kvenna voru íslenskar og norrænar Maríusystur, sem fögnuðu...

Árdegismessa á miðvikudögum

03.09.2018
Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa kl. 8 á miðvikudögum. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Af hverju er Guð ekki lengur í tísku?

03.09.2018
Ég talaði við vinkonu mína í vikunni. Hún sagði mér að hún hefði farið að bera kross um hálsinn og hefði fengið harkaleg viðbrögð við þessum krossburði. Nánast verið skömmuð, eins og hún hefði gert eitthvað rangt! Viðbrögðin hefðu verið slík að hún hefði farið yfir mörk vina sinna. Kross hennar vekti álíka viðbrögð eins og hún væri múslimakona með...

Messa og barnastarf 2. september 2018, kl. 11.

31.08.2018
Messa og barnastarf 2. september 2018, kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Fulltrúar Maríusystra, norrænna samtaka, lesa texta. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Karítas, Ragnheiður og...

Íhugunarstaður

29.08.2018
Hallgrimskirkja er eitt af tíu mikilvægustu íhugunarmusterum heims - skv the Guardian. Hið heilaga er ekki horfið úr heimi - allir leita hins undursamlega - og helgidómar eru góðir sambandsstaðir fyrir fólk. Verið velkomin í Hallgrímskirkju.

Elín fer til Edinborgar

28.08.2018
Í dag var hressandi kveðjukaffi í Hallgrímskirkju þegar við kvöddum hana Elínu Broddadóttur, kirkjuvörð, sem heldur nú á vit náms og ævintýra í Edinborg. Elín kom fyrst í Hallgrímskirkju þegar hún var lítil stelpa í barnastarfi en varð fljótlega virk í öðru starfi kirkjunnar einnig. Hún var starfsmaður barna- og unglingastarfs þar til hún náði...

Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs

27.08.2018
Það var eftirvæntning og pizzuilmur í lofti við messu sunnudagins í Hallgrímskirkju. Til fjölskyldumessu voru mætt fermingarbörn næsta árs, messuþjónar, starfsfólk í barnastarfi og margir aðrir, yngri og eldri. Æskulýðsleiðtogi kirkjunnar, Inga Harðardóttir flutti hugvekju og minnti okkur á upphaf skólastarfs, gleðina við skólastarfið og líka...

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12

27.08.2018
Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum íslenskar og erlendar kórperlur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð er 2.500 kr. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er...

Ensk messa 26. ágúst kl 14:00

24.08.2018
Ensk messa 26. ágúst kl 14:00 Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Sercice in English at 2PM Holy Communion Agust 26th 2018 At 14:00 pm