Á morgun, þriðjudaginn 21. júní mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða fyrirbænamessuna í kórkjallaranum kl. 10.30 11.00. Í messunni er beðið saman í góðu samfélagi. Allir velkomir.
Í messu dagsins í Hallgrímskirkju voru tendruð kerti í minningu þeirra sem létu lífið í árásinni í Orlando og í minningu flóttafólks sem látið hefur lífið á leið sinni til betra lífs í Evrópu. Þetta var gert í tengslum við alþjóðlega flóttamannadaginn, sem er á mánudaginn, og tilmæli hafa komið frá alþjóða kirknasamfélaginu um að minnast þeirra...
Þessi sunnudagur er fjórði sunnudagur eftir þrenningarhátíð en að auki er þetta kvennréttindadagurinn. Í messunni verður einnig kveikt á kertum til að minningar um fórnalamba árásanna í Orlando og flóttamanna sem hafa farist á hafi.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór...
Við hátíðarathöfn á 17. júní kl. 11 mun Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla syngja saman Hver á sér fegra föðurland á Austurvelli eftir ávarp forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Stjórnandi kóranna er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Við hvetjum alla til þess að fjölmenna og hlusta á hátíðarathöfnina og fallegan...
Ungstirni, glænýtt orgelverk og háleynilegt prógramm
Ungstirni, frumflutningur á nýju, íslensku orgelverki og háleynilegt prógramm eru á dagskrá Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju 2016. Þetta er 24. árið sem orgelsumarið er haldið og verður í ár boðið upp á heila 29 orgeltónleika og níu kórtónleika. Hið stórkostlega Klais-orgel og...
Hinn síungi öldungur, Haukur Guðlaugsson, hefur enn og aftur slegið í gegn. Hann er 85 ára og kemur reglulega í Hallgrímskirkju til að æfa sig og stundum hefur hann leikið á kyrrðarstundum sl. vetur. Haukur Guðlaugsson er fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ferðamaðurinn Mike Matthews...
Fyrirbænamessa í kórkjallaranum er kl. 10.30 11.00 á þriðjudögum og verða þær á sínum stað í allt sumar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.
Verið velkomin.
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 - 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi.
Árdegismessa alla miðvikudagsmorgna kl. 8 og er þetta fullkomin leið til þess að byrja daginn. Í messunni er sungið, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.