Fréttir: Desember 2022

Hausttónleikaröð Hallgrímskirkju 2022

02.09.2022
Fréttir
Hausttónleikaröð Hallgrímskirkju 2022 hefst laugardaginn 3. september með hádegistónleikum Steingrims Þórhallssonar organista Neskirkju í Reykjavík.Á efnisskrá tónleikanna eru ný og nýleg orgelverk, öll verkin nema eitt eru frumflutt á tónleikunum. Sunnudaginn 25. september verða söfnunartónleikar undir heitinu „Hljómar frá heimsskautsbaugi -...

Barna- og unglingastarf hefst aftur eftir sumarfrí

01.09.2022
Fréttir
Barna- og unglingastarf hefst aftur eftir sumarfrí

Aular?

28.08.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Fyrir utan Hallgrímskirkju eru skúlptúrar Steinunnar Þórarinsdóttur á sumarsýningu Listahátíðar. Það eru ekki eftirmyndir eða afsteypur einstaklinga og stórmenna heldur fremur táknmyndir. Annars vegar eru menni án klæða, eins og táknverur mennskunnar sem býr í öllum áður en menning eða ómenning mótar, íklæðir eða afskræmir. Hins vegar brynjuð...

Brynjurnar lifnuðu

28.08.2022
Fréttir
Steinunn Þórarinsdóttir gerði skúlptúrana á Hallgrímstorgi. Sýningin nefnist Brynjur og var sett upp af Listahátíð í vor og í samvinnu við Hallgrímskirkju. Steinunn Þórarinsdóttir, höfundur verkanna, og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, tóku þátt í listaspjalli með sr. Sigurði Árna Þórðarsyni í dag. Steinunn sagði svo frá...

Takmörkuð opnun kirkjuskips vegna framkvæmda

25.08.2022
Fréttir
Vegna framkvæmda við endurnýjun á ljósvist Hallgrímskirkju verður takmörkuð opnun inn í kirkjuskipið eftirfarandi daga:Mánudagur 29. ágúst til og með föstudeginum 2. september nk. Turninn, kirkjubúðin og forkirkjan verða áfram opin með óbreyttu sniði kl. 10 – 19.30 alla þessa daga. Áfram verða framkvæmdir við innilýsinguna næstu vikur en reiknað...

Skráningar í fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju standa yfir

23.08.2022
Fréttir
Veturinn fyrir fermingu er spennandi tími í lífi unglinganna og fjölskyldna þeirra. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir og hamingju. Fermingarfræðslan er opin öllum ungmennum í áttunda bekk grunnskóla.

Fyrsta orgelmaraþon Íslandssögunnar

21.08.2022
Fréttir
Reykjavíkurmaraþon var hlaupið á Reykjavíkurgötum á laugardagsmorgni 20. ágúst en orgelmaraþon fór fram í Hallgrímskirkju síðdegis sama dag og stóð fram á kvöld. Hlaupin hafa verið frá árinu 1984 en orgelmaraþonið 2022 er það fyrsta í Íslandssögunni þar sem margir organistar koma að flutningi! Tilefnið var sextugsafmæli Björns Steinars...

Handverkið mikla

21.08.2022
Fréttir
Hundruð barna komu í Hallgrímskirkju laugardaginn 20. ágúst. Þau fóru í kirkjuna, horfðu upp í hvelfingarnar og hlustuðu á organistana spila á orgelmaraþoni. Sum kveiktu á kertum og mörg lituðu Hallgrímskirkju á blöð sem mynduðu kórónur fyrir börn. Við stigann úr forkirkjunni var búið að koma fyrir mikilli þrykkstöð fyrir unga fólkið. Þar báru þau...

Lokahelgi Orgelsumars í Hallgrímskirkju

17.08.2022
Fréttir
Lokahelgi Orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst á Menningarnótt laugardaginn 20. ágúst með Orgelmaraþoni milli kl 14-18 þar sem Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju kemur fram ásamt fyrrum nemendum sínum. Flutt verður fjölbreytt orgeltónlist. Einnig verður dagskrá fyrir börnin milli 14-16 - „Barnahendur í Hallgrímskirkju“. Aðgangur...