Ljósvist Hallgrímskirkju er nú í algerri endurnýjun, jafnt innandyra sem utan og mun verkið standa yfir næstu vikurnar. Kirkjan verður opin meðan á vinnunni stendur og reynt verður að lágmarka alla röskun í og við kirkjuna á verktímanum. Endurnýjunin er löngu tímabær enda er núverandi ljósabúnaður kirkjunnar orðinn úreltur og að mörgu leyti úr...
Hallgrímskirkja óskar lesbíum, hommum, tví- og pan-kynhneigðum, transfólki, intersex fólki, kynsegin fólki og öllum öðrum hinsegin einstaklingum sem og Íslendingum öllum til hamingju með hinsegin daga og gleðigönguna.
Sálmur 909
Er vaknar ást á vori lifs.
Himinninn er nálægt þér.
Múr sinn rjúfi hjarta þitt.
Himinninn er nálægt...
Sérlega fallegir og vandaðir tónleikar hjá systkinunum Matthíasi og Guðnýju Charlottu Harðarbörnum á upphafstónleikum Orgelsumars 2022 í Hallgrímskirkju á fallegum sumardegi í gær.
Mjög góð aðsókn var á tónleikunum, ferðamenn og heimafólk fjölsóttu.
Orgelsumarið heldur svo áfram með fjölbreyttri dagskrá fram til 21. ágúst með tónleikum alla...
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 21. ágúst í sumar.
Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst.
Á Menningarnótt verður orgelmaraþon þar sem fjölmargir nemendur Björns Steinars Sólbergssonar organista í...
Thisted Kirkes drenge - mandskor / Karla og drengjakór Thisded kirkju var stofnaður 1982 og eru 40 drengir og menn á aldrinum 9-26 ára. Virkir meðlimir í dag eru 30. Þeir stunda söngnám við skóla sem kórinn rekur. Þeir syngja við allar morgunmessur og tónleika í Thisted kirkju og æfa þrisvar í viku. Kórinn starfar...