Fréttir: Desember 2021

Fyrsta kyrrðarstundin 30. september kl. 12.

28.09.2021
Fyrsta kyrrðarstund haustsins verður fimmtudaginn 30. september kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson íhugar og kynnir bænaefni. Allir velkomnir og veitingar í boði í Suðursal eftir samveruna í kirkjunni. Kyrrð og næring.

Björn Steinar sextugur

27.09.2021
Höfðinginn við orgelið, Björn Steinar Sólbergsson, er sextugur í dag. Hann hefur þjónað Hallgrímskirkju sem organisti frá árinu 2006. Björn Steinar Sólbergsson fæddist á Akranesi 27. september 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá tónlistarbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands. Síðan stundaði hann nám við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla...

Miðvikudagsmessa, fimmtudagskyrrðarstund og kvöldkirkja

27.09.2021
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Sú fyrsta þetta haustið verður 30. september kl. 12. Fyrsta kvöldkirkja haustsins...

Messa eftir kosningar

24.09.2021
Messa og barnastarf sunnudaginn, 26. september hefjast kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari og prédikar. Messuþjónar aðstoða. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. Kvartett forsöngvara. Umsjón barnarstarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Í barnastarfinu verða haustverk - fræjum sáð! Sunnudagurinn er 17. sunnudagur...

Velkominn sr. Eiríkur Jóhannsson

20.09.2021
Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar Hallgrímskirkju frá septemberbyrjun til maíloka 2022 en þann tíma verður sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir í námsleyfi. Eftir embættispróf frá HÍ áríð 1989 vígðist Eiríkur til þjónustu í Skinnastaðaprestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi. Hann var sóknarprestur í Hrunaprestakalli, Árnesprófastsdæmi, frá 1996 og var um...

Morgunmessa á miðvikudögum

20.09.2021
Miðvikudaginn 22. september verður messa kl. 10.30 í Hallgrímskirkju eins og alla aðra miðvikudaga. Hópur messuþjóna og prestar kirkjunnar þjóna við helgihaldið. Eftir messu verða veitingar fram bornar í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Lasarusar heimsins

20.09.2021
Dostojevsky fjallaði um Lasarus, líka Herman Melville í Moby Dick. T.S. Eliot ljóðaði um hann. Meira að segja David Bowie notaði stefið um Lasarus í söng sem hann flutti skömmu fyrir dauða sinn. Hvað er með þennan Lasarus? Af hverju er hann eins og trailer um Jesú Krist og af hverju er áhrifasaga hans svo mikil? Í prédikun 19. september talaði...

Tónleikar með kór Clare College frá Cambridge

18.09.2021
Hinn virti kór Clare College frá Cambridge, Bretlandi, er í heimsókn á Íslandi og heldur tónleika, undir stjórn Graham Ross, í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. september kl. 17. Kórinn er þekktur fyrir að vera einn fremsti háskólakór heims. Á efnisskránni eru verk eftir Sigurð Sævarsson, Finzi, Hjálmar H Ragnarsson, Byrd, Snorra S...

Kór Clare College í messunni 19. september

17.09.2021
Barnastarf og messan í Hallgrímskirkju byrja kl. 11 í kirkjunni. Í prédikun verður rætt um sögupersónuna Lasarus og nútíma-lasarusa. Séra Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organistar eru Björn Steinar Sólbergsson, George Gillow og Samuel Jones. Kór Clare College í Cambridge syngur undir stjórn Graham Ross....