Fréttir: Desember 2021

Augu og Árórur

20.08.2021
Blinda og sjón eru stef í guðspjalli sunnudagsins 22. ágúst. Hvernig horfum við? Hvað er mikilvægt að sjá? Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11.00. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kvennakórinn Aurora syngur. Stjórnandi Sigríður Soffía...

Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki

19.08.2021
Nýstofnaður Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki. Kórreynsla æskileg. Raddprufur verða haldnar í lok ágúst en stefnt er að fyrstu æfingu í byrjun september. Æft verður á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og verður ein helgaræfing í mánuði að auki. Kórinn stefnir að fjölda spennandi verkefna m.a. tónleika, söngs við helgihald í Hallgrímskirkja og...

Kórstjóri ráðinn til Hallgrímskirkju

17.08.2021
  Steinar Logi Helgason hefur verið ráðinn kórstjóri við Hallgrímskirkju. Starfið var auglýst til umsóknar nú í sumar og var sérstök matsnefnd skipuð til ráðgjafar við sóknarnefnd. Aðalverkefni kórstjórans er að byggja upp og stjórna nýjum Kór Hallgrímskirkju. Hann mun vinna í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og taka...

Orgelsumar - Björn Steinar frumflytur verk Steingríms Þórhallssonar

17.08.2021
Lokatónleikar Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju verða haldnir sunnudaginn 22. ágúst næstkomandi. Á laugardögum í sumar hafa organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyft Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á vel sóttum hádegistónleikum. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventunni...

Stefnumót við Guð

14.08.2021
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00 sunnudaginn 15. ágúst. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og hópur forsöngvara leiðir söng. Eftir prédikun syngur kvartettinn sálminn  Í  svörtum himingeimi  eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttiu og Davíð Þór Jónsson. Sálmur sem...

Orgelsumar - Jónas Þórir

10.08.2021
Jónas Þórir kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 14. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á...

Samtal í guðsþjónustu sunnudagsins

06.08.2021
Sunnudaginn 8. ágúst er guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Grétar Einarsson ræða saman út frá guðspjalli dagsins í prédikun. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene.  Forsöngvarar eru Marteinn Snævarr Sigurðsson, Rósalind Gísladóttir, Ragnar Pétur Jóhannsson og Sara Grímsdóttir. Í samtalsprédikun verður...

Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

04.08.2021
Tónleikar þeirra Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. ágúst kl. 17:00. Einungis 200 miðar eru í boði á tónleikanna, til þess að sóttvarnarskilyrðum sé fullnægt, og er miðaverð kr. 4500. Dagskrá tónleikanna verður ferðalag í tónum, 400 ára ferðalag frá Heinrich Ignaz...

Orgelsumar - Kjartan Jósefsson Ognibene

04.08.2021
Kjartan Jósefsson Ognibene kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 7. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur. Hægt er að kaupa miða við innganginn...