Fréttir: Júní 2016

Myndlistarsýning Huldu Hákonar í Víðsjá

29.06.2016
Í fordyri kirkjunnar eru reglulega settar upp listsýningar. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur umsjón með þeim en stundum teygja sýningarnar sig inn í kirkju og líka fyrir utan kirkjuna. Að þessu sinni er listakonan Hulda Hákon með sýningu í Hallgrímskirkju sem ber heitið Á eyju við íshafið: Fólk, eldur og fuglar. Sýningin hófst um seinustu...

Foreldramorgnar í kórkjallara

27.06.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.

Árdegismessa

27.06.2016
Árdegismessa kl. 8 halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

27.06.2016
Á morgun, þriðjudaginn 28. júní kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum og verða þær  á sínum stað á sínum stað í allt sumar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.

Ensk messa sunnudaginn 24. apríl kl. 14 / English service with holy communion sunday 24. april at 2 pm

24.06.2016
English below: Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 26. júní. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir. Service – with Holy Communion – in Hallgrimskirkja 26. June at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason will preach and celebrant....

Messa og sögustund 26. júní kl. 11

23.06.2016
Messa 26. Júní, 2016 kl. 11. 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Vindhemskören frá Uppsala í Svíþjóð syngur einnig. Stjórnandi er Peter Melin, undirleikari Anders Bromander og Karin Parkman leikur á...

Alþjóðlegt orgelsumar - Björn Steinar Sólbergsson er helgarorganistinn

23.06.2016
Alþjóðlegt orgelsumar heldur áfram með krafti. Næstu helgi mun organstinn okkar, Björn Steinar Sólbergsson leika á orgelið á tvennum tónleikum. Sá fyrri er kl. 12 á laugardeginum 25. júní og aðgangseyrir er 2.000 kr. Sá seinni er kl. 17 sunnudaginn 26. júní og aðgangseyrir er 2.500 kr. Miðasala er við innganginn og inn á midi.is Nánar um...

Alþjóðlegt orgelsumar - Fyrstu hádegistónleikar á fimmtudegi

22.06.2016
Í hádeginu á fimmtudeginum 23. júní kl. 12 mun Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnafjarðarkirkju spila. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr. Miðasala er við innganginn og tónleikarnir eru í hálftíma. Guðmundur Sigurðsson er organisti í Hafnarfjarðarkirkju og stofnandi og stjórnandi Barbörukórsins. Hann lauk burtfararprófi frá...

Fyrstu hádegistónleikar Schola cantorum í sumar

21.06.2016
Miðvikudaginn 22. júní eru fyrstu sumartónleikar Scola cantorum kl. 12.00 í Hallgrímskirkju. Flutt eru íslensk tónlist, þjóðlög og  kórperlur. Í tilefni af 20 ára afmæli kórsins í ár munu þau líka syngja valinn lög frá ferlinum. Auk þess munu þau flytja valin lög af nýútkomnum geisladiski kórsins Mediatio.  Aðgangseyrir: 2.500 kr. og...