Fréttir: Júlí 2017

Fyrirbænamessa

24.07.2017
Þriðjudaginn 25. júlí kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa sunnudaginn 23. júlí 2017, kl. 11.

21.07.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Barnastarfið er farið í sumarfrí en leikföng eru fyrir börnin aftast í kirkjunni.

David Cassan orgeltónleikar

18.07.2017
David Cassan Hlaut 1. sæti í The Chartre International Organ Competition 2016 Laugardaginn 22. júlí kl. 12 / Sunnudaginn 23. júlí kl. 17 Tónlist eftir: G.F.Händel, Sibelius, D.Cassan / J.S. Bach, Saint-Saëns, Vierne,Widor, Dupré, Stravinsky, D. Cassan Franski organistinn David Cassan stundaði nám m.a. hjá Thierry Escaich, Philippe Lefebvre og...

Orgel & klarínett tónleikar

17.07.2017
EXULTAVIT Einar Jóhannsson, klarínett Douglas A. Brotiche, orgel Fimmtudaginn 20. júlí kl. 12 Tónlist eftir: J.S. Bach, Jónas Tómasson, Otto Olsson, Tartini. Einar Jóhannesson fæddist í Reykjavík og nam klarínettleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunnari Egilson og í The Royal College of Music í London þar sem kennarar hans voru...

Foreldramorgnar

17.07.2017
Foreldramorgnar verða í kórkjallaranum í allt sumar á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrirbænamessa

17.07.2017
Þriðjudaginn 18. júlí kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa 16. júlí 2017, kl. 11.

14.07.2017
Messa 16. júlí 2017, kl. 11. Fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Barnastarfið er farið í sumarfrí en leikföng eru fyrir börnin aftast í kirkjunni. Lítil stúlka dóttir...

Orgeltónleikar - Dina Ikhina & Denis Makhankov

12.07.2017
Dina Ikhina & Denis Makhankov Orgel dúet Sankti Pétursborg, Rússland Laugardaginn 15. júlí kl. 12 -Tónlist eftir: J. Rutter, J.C. Bach, J. StraussS JR. & D. Bedard. Sunnudaginn 16. júlí kl. 17 - Tónlist eftir: M.Mussorgsky, P. Tchaikovsky, Dunayevsky & fleiri rússnesk skáld. Denis Makhankov lauk framhaldsnámi í orgelleik árið 2013...

Orgeltónleikar - Ágúst Ingi Ágústsson

11.07.2017
ÁGÚST INGI ÁGÚSTSSON Horsens, Danmörk / Ísland Fimmtudaginn 13. júlí kl. 12 Tónlist eftir: M. Duruflé og J. Alain Ágúst Ingi Ágústsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk kantorsprófi og 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998. Veturinn 2000?2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í...