Fréttir

Hvernig mæltist prestinum?

07.03.2019
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

07.03.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 7. mars kl. 12 Fastan er hafin og Passíusálmarnir eru gjarnan íhugaðir á þessum tima. Í kyrrðarstundinni 7. mars verður lesið úr 44. og 19. sálmi. Þar er rætt um bæn og anda. Már Viðar Másson, kennari og sálfræðingur les. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í...

Nr. 4

06.03.2019
Ferðalagið okkar heldur áfram. Samband foreldra og barna, 4. boðorðið, yfir 3000 ára samleið með veröldinni og við erum komin til dagsins í dag. “En ég ætla að segja núna svo alþjóð heyri, fyrirgefðu Halldóra mín. Mína sök.”  Þessi orð snertu strengi, siðferðilega og viðkvæma, þegar maður á níræðisaldri tók þannig upp hanskann fyrir...

Öskudagur í Hallgrímskirkju

05.03.2019
Mikið er um dýrðir við upphaf föstunnar. Öskudagurinn markar upphaf langaföstu sem er tímabil kirkjuársins sem varir í 40 daga að kyrruviku. Undirbúningur fyrir páskana. Því verður fagnað á morgun með lifandi hætti. Kl. 8: Verður eins og alla miðvikudagsmorgna árdegismessa. Í þetta skiptið verður árleg öskudagsmessa. Allir hjartanlega velkomnir,...

Krílasálmar

04.03.2019
Krílasálmar á morgun og alla þriðjudaga kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með...

Fyrirbænamessa

04.03.2019
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Sr. Jakob Jónsson

04.03.2019
Í bréfi Jakobs Jónssonar frá 9. janúar 1984 sagði hann: „Ræður mínar eru ... misjafnar að gæðum ... og við endurlestur segir maður stundum við sjálfan sig eins og Pinochio í Pleasure Island: „Did that come out of me?“ Og hvað var það sem kom út úr honum, hvað hugsaði hann og skrifaði, sagði og prédikaði? Sigurður Árni Þórðarson ræddi um...

Hádegisbæn

03.03.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Æskulýðsguðþjónusta 3. mars kl. 11

01.03.2019
Næsta sunnudag er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur og þá verða börn og unglingar í stóru hlutverki í fjölskylduguðsþjónustunni kl. 11 sem verður með óhefðbundnu sniði. Fermingarbörnin ætla að bera inn ljós, lesa ritningarlestur, bænir, og flytja hugleiðingu auk þess sem þau eru búin að koma með tillögur að barnasöngvum og sálmum....