Fréttir

Messa og sögustund 10. júlí kl. 11

08.07.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Barn borið til skírnar. Fermdur verður Þorri Jakob Jónsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sögustundinni hefur Ragnheiður Bjarnadóttir. Verið hjartanleg velkomin. Guðspjall...

Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikar á fimmtudegi og um helgina

06.07.2016
Fimmtudagur kl. 12 Konur og Klais Orgelverk eftir kventónskáld leikin í Hallgrímskirkju Orgelverk eftir konur verða leikin á Klais-orgel í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 12, en þá heldur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti Akureyrarkirkju, tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri. Tónskáldin eru fædd í Evrópu og Bandaríkjunum á 19. og 20....

Sumartónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju í dag

06.07.2016
Sumartónleikar Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag Hinn margverðlaunaði kammerkór Hallgrímskirkju syngur tónleika í hádeginu í dag, miðvikudag, á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Kórinn er þekktur fyrir einstaklega tæran hljóm sinn. Á efnisskránni eru íðilfögur kórverk án undirleiks sem valin eru með tilliti til hljómburðar...

Foreldramorgnar í kórkjallara

05.07.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.

Árdegismessa

05.07.2016
Árdegismessur kl. 8 á miðvikudögum halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Birgir Ásgeirsson og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund 3. júlí kl. 11

01.07.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með sögustundinni hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin Textar: Lexía: Jes 43.1-7 En nú segir Drottinn svo, sá sem skóp þig, Jakob, og...

Myndlistarsýning Huldu Hákonar í Víðsjá

29.06.2016
Í fordyri kirkjunnar eru reglulega settar upp listsýningar. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur umsjón með þeim en stundum teygja sýningarnar sig inn í kirkju og líka fyrir utan kirkjuna. Að þessu sinni er listakonan Hulda Hákon með sýningu í Hallgrímskirkju sem ber heitið Á eyju við íshafið: Fólk, eldur og fuglar. Sýningin hófst um seinustu...

Foreldramorgnar í kórkjallara

27.06.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.

Árdegismessa

27.06.2016
Árdegismessa kl. 8 halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.