Fréttir

Liðug á líkama og sál

02.05.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

02.05.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir fyrirbænamessuna í kórkjallaranum á morgun, þriðjudaginn 3. maí kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Hádegisbæn

01.05.2016
Á mánudögum eru vanalega bænastundir sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir í hádeginu kl. 12.15 – 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin til bænahalds.

Messa og barnastarf sunnudaginn 1. maí kl. 11

29.04.2016
Þennan sunnudag sem er fimmti sunnudagur eftir páska er messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Dr. Sigurður Árni Þórðarson mun prédika og þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir....

Nordal í níutíu ár - Listaháskólinn og Listvinafélagið heiðra Jón Nordal

28.04.2016
Tónleikar í Hallgrímskirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14 - ókeypis aðgangur. Jón Nordal, tónskáldið sem fært hefur Íslendingum íðilfögur og hjartnæm sönglög á borð við Smávinir fagrir og Hvert örstutt spor ásamt fjölda magnaðra hljómsveitar- og kórverka, varð níræður í mars síðastliðnum. Af því tilefni helga Listaháskólinn og Listvinafélag...

Kyrrðarstund á fimmtudögum

27.04.2016
Á fimmtudögum er hálftíma indæl kyrrðarstund í hádeginu kl. 12 sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar

26.04.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Opið hús. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Íris Saara Henttinen Karlsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

25.04.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Karen Hjartardóttir flytur hugleiðingu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

25.04.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.