Fréttir: 2016

Messa og sögustund 12. júní kl. 11

09.06.2016
Í Hallgrímskirkju er messa kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu og vorferðalag Kvenfélagsins kl. 13. Skráning er...

Vorferð Kvenfélagsins - eftir messu 12. júní

07.06.2016
Sunnudaginn 12. júní eftir messu. Lagt af stað kl. 13.00. Að þessu sinni ætlum við að heimsækja Hafnarfjörðinn. Við munum heimsækja Karmelklaustrið og Hafnarfjarðarkirkju. Að því loknu fáum við okkur kaffi og kökur á Fjörukránni. Verð: 2500 kr. Við ætlum ekki að fara með rútu í þetta skiptið heldur sameinast í einkabíla. Skráning í...

Foreldramorgnar í kórkjallara

06.06.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

06.06.2016
Árdegismessa kl. 8 halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.06.2016
Á morgun, þriðjudaginn 7. júní kl. 10.30 - 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum og þær verða á sínum stað á sínum stað í allt sumar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskyldumessa og sumargleði á sjómannadaginn 5. júní kl. 11

02.06.2016
  Söngur, gleði og fjör einkenna Sumargleði Hallgrímskirkju á Sjómannadaginn 5. júní kl. 11-13. Sumargleði hefst á fjölskylduguðþjónustu kl. 11 þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi þjóna í sameiningu. Gleðin markar vetrarlok barnastarfsins en sögustundir taka við og verða í boði fyrir messugesti í allt...

Foreldramorgnar í kórkjallara

30.05.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Palla og Pálínuboð = Endilega koma með veitingar á borðið fyrir alla. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa á sama tíma en á öðrum stað!

30.05.2016
Næstkomandi miðvikudag, 1. júní mun miðvikudagssöfnuðurinn færa sig úr stað og leggja í smá ferðalag. Ferðinni er heitið í Mosfellskirkju þar sem sr. Birgir Ásgeirsson vinur okkar og fyrrverandi prestur í Hallgrímskirkju mun taka vel á móti okkur. Mæting í Hallgrímskirkju er kl. 8 og lagt af stað á einkabílum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar...

Fyrirbænamessa & Liðug á líkama og sál í kórkjallara

30.05.2016
Á morgun, þriðjudaginn 31. maí er fyrirbænamessa með altarisgöngu í kórkjallaranum kl. 10.30 - 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir messuna. Fyrirbænamessurnar munu halda áfram í allt sumar á sama tíma og sama stað. Kl. 11.00 - 13.00 verður seinasta skiptið í vor hjá eldri borgara starfinu, Liðug á líkama og sál. Stundirnar taka...