Fréttir

Út fyrir endimörk alheimsins

25.01.2015
Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda. Nú lýkur jólatíð trúartímans – gleðiskeiðinu – og svo hefst brátt níu vikna fastan. Fagnaðartími á enda og föstutími fyrir páska hefst. Það er eins í kirkjuárinu og raunveruleikanum – tími gleði og sorgar faðmast. Texti dagsins er um reynslu þriggja manna af ótrúlegum viðburði sem þeim var þó bannað að...

Klikk, kikk og áramótaheit

03.01.2015
Dagar liðinna vikna hafa verið mér dagar sterkra upplifana. Flest er mér nýtt og áhrifaríkt vegna þess að ég starfa á nýjum stað, í nýju umhverfi og með nýjum samstarfsmönnum. Allir dagar eru sem veisla. Ég hef notið að fylgjast með starfsfólki kirkjunnar að störfum, metnaði þeirra, lagni við að leysa flókin mál, æðruleysi og kátínu gagnvart...

Jósef og stóru draumarnir

29.12.2014
Aðalpersónur jólasögunnar eru María og Jesúbarnið. Svo koma auðvitað við sögu hirðar, vitringar og englar. En svo er Jósef þarna líka. Þó hann sé næstum ósýnilegur í helgileikjum skóla og kirkju er hann þó miðlægur í upprunasögunni. Það var Jósef, sem studdi heitmey sína á förinni til Betlehem. Hann hentist inn á alla gististaðina og fékk afsvör....

Leita Guðs en sjá menn

13.12.2014
Í þessari viku hef ég nokkrum sinnum gengið inn langan kirkjugang Hallgrímskirkju – og alla leið upp að altarinu. Á mánudaginn síðasta hóf ég prestsþjónustu í þessu húsi og í þágu Hallgrímssafnaðar og þessa dagana er mér flest nýtt. En framgangan og upp að altarinu var ekki ný fyrir mér og rifjaði upp óvænta og sterka upplifun þegar ég gekk í...