Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju
Miðvikudaginn 25. október, 2023, klukkan 20.00
Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar.
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!
Haustið hófst með glæsibrag í Hallgrímskirkju og það er nóg að gerast þessa dagana. Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og safnaðarstarfið er í fullum gangi.
Meðfylgjandi myndir sem sýna kirkjuna á þessum fallegu haustdögum voru teknar af Sr. Eiríki Jóhannssyni.