Fréttir: 2019

Fyrirbænamessa

25.02.2019
Á þriðjudögum kl. 10:30 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Guðbrandsstofa lokuð vegna vörutalningar

25.02.2019
Þar sem við erum að setja upp nýtt kassakerfi þá þarf í dag, mánudaginn 25. febrúar að loka kirkjubúðinni. Turninn verður þó opinn en selt verður við innganginn.

Hádegisbæn

24.02.2019
Í hádeginu á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund við Maríu myndina, vinstra megin við altarið. Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 / English service with holy communion 24th February at 2pm

23.02.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 24. febrúar.  Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 24th February.. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is...

Messa og barnastarf - Visitasía biskups Íslands, konudagurinn og Biblíudagurinn

21.02.2019
Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur sem prédikar. Messuþjónar aðstoða sem og prestarnir Canon Jo Spreadbury og Kitty Price. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur, stjórnandi er Hörður Áskelsson. Cantate, æskulýðskór Portsmouth Cathedral syngur, stjórnandi er...

Hvernig mæltist prestinum?

21.02.2019
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 í Suðursal verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Cantate - æskulýðskór frá Portsmouth Cathedral heldur tónleika

21.02.2019
TÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU Cantate, æskukór frá Portsmouth Cathedral. Stjórnandi: David Price, Orgel: Sachin Gunga Laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 Aðgangseyrir 2.500 kr. Æskukórinn Cantate er einn af þremur kórum við Dómkirkjuna í Portsmouth á Bretlandi. Kórinn var stofnaður árið 2006 og í honum eru 26 kórfélagar á...

Kyrrðarstund

20.02.2019
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina en organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Kvenfélagsfundur

19.02.2019
Kvenfélag Hallgrímskirkju verður með mánaðarlegan fund miðvikudaginn 20. janúar í Suðursal kirkjunnar kl. 17. Hittast með handavinnuna. Kaffi og veitingar með. Allir velkomnir.