Fréttir: Desember 2019

Gildi Íslendinga og orðin tíu

25.01.2019
Eru boðorðin í Biblíunni gleðimál? Eru þau hagnýt fyrir lífið eða neikvæð bönn? Hafa fornir vegvísar Biblíunnar gildi fyrir allt fólk og á öllum tímum? Þetta eru spurningar sem við prestar Hallgrímskirkju höfum áhuga á. Við munum í prédikunum ræða um gildin í  samfélagi okkar og gildi boðorðanna í messum frá 27. janúar til 7. apríl....

Messa og barnastarf sunnudaginn 27. janúar kl. 11

24.01.2019
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir. Skírt verður í messunni. Frá sunnudeginum...

Hið heimsþekkta Requiem eftir Schnittke og tveir frumflutningar eftir Sigurð Sævarsson með Schola cantorum sunnudaginn 27. janúar kl. 16

24.01.2019
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, ásamt 11 manna mjög óvenjulega samsettri kammersveit flytur Requiem eftir Alfred Schnittke og frumflytur einnig Ave verum corpus og Diliges Dominum eftir Sigurð Sævarsson í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. janúar nk. kl. 16:00. Tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum og eru haldnir í samvinnu...

Turninn lokaður föstudaginn 25. janúar kl. 9-12

23.01.2019
Hallgrímskirkja - Bogi Benediktsson Turninn verður lokaður milli kl. 9-12 föstudaginn 25. janúar. Verður því opinn milli kl. 12-16.30 og kirkjan verður opin frá 9 - 17.

Kyrrðarstund fimmtudaginn 24. janúar kl. 12

23.01.2019
Fimmtudaginn 24. janúar kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Að þessu sinni mun sr. Birgir Ásgeirsson leiða stundina en organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Kvenfélagsfundur 23. janúar kl. 17

22.01.2019
Kvenfélag Hallgrímskirkju verður með mánaðarlegan fund miðvikudaginn 23. janúar í Suðursal kirkjunnar kl. 17. Hittast með handavinnuna. Kaffi og veitingar með. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

22.01.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 - 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

22.01.2019
Árdegismessa verður á morgun, miðvikudaginn 23. janúar kl. 8. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar og ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Allir velkomnir.

Hádegisbæn

20.01.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.