Fréttir: Mars 2023

Kvöldkirkja í Hallgrímskirkju 30. mars

28.03.2023
Fréttir
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundnu helgistundirnar, sem fólk hefur áður upplifað. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur hefur möguleika að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýjan stað.

Sumarstarf í Hallgrímskirkju - kirkjuverðir óskast

28.03.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja óskar eftir duglegum og áreiðanlegum starfskröftum í sumarvinnu, frá maí/júní til og með september.

Maríustíllinn – já, nei og algert frelsi

27.03.2023
Fréttir
Kall Guðs berst okkur öllum í verðandi lífsins. Við erum aldrei svo illa komin að allt lokist. Erkiboðskapur kristninnar er ekki um prósentur gjaldenda í kirkjufélagi heldur að Guð er nær okkur en lífið sjálft. Við erum alltaf í kompaníi með Guði hvert sem við förum og hvað sem við gerum. Guð alltaf nærri, aldrei ágengur heldur virðandi vinur og elskhugi. „Óttast þú eigi ... því að þú hefur fundið náð hjá Guði.“ Maríustílllinn er: „Já, verði mér eftir orðum þínum.“

Ávarp Einars Karls Haraldssonar í Hallgrímskirkju 26. mars 2023

27.03.2023
Fréttir
Á fjölmennri samkomu hér í Hallgrímskirkju spurði sessunautur minn: Hver er það sem er að læðast þarna bak við orgelið og upp í kórinn? Er hann með myndavél, spurði ég? Já, þá er þetta sóknarpresturinn að leita nýrra sjónarhorna og fanga ljósbrot í skuggaspili kirkjunnar. Þannig er doktor Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur okkar um níu ára skeið. Endalaust að undrast og dásama þetta mikilfenglega guðshús, Hallgrímskirkju.

Lífið í kirkjunni

27.03.2023
Fréttir
Fjölmenni var í Hallgrímskirkju í kveðjumessu dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar sem skírði Kristján Sigurð Davíðsson í upphafi athafnar. Í prédikuninni íhugaði Sigurður Árni merkingu helgisögunnar um Maríu guðsmóður og tengingu hennar við mannlíf tvö þúsund árum síðar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónaði fyrir altari og Kór Hallgrímskirkju söng undir...

Sigurður Árni kveður Hallgrímssöfnuð

21.03.2023
Fréttir
Dr. Sigurður Árni Þórðarson lætur af opinberum störfum og kveður söfnuð Hallgrímskirkju í messu sunnudaginn 26. mars, kl. 11:00.

Guðsvirðing, mannvirðing og elskan

12.03.2023
Prédikanir og pistlar, Prestar
Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða. Hugleiðing Sigurðar Árna Þórðarsonar í messu 12. mars 2023.

Kvenfélagsafmæli

08.03.2023
Fréttir
Kvenfélag Hallgrímskirkju á afmæli og er 81 árs í dag.

Guðsmyndir Íslendinga

06.03.2023
Fréttir
Fjallað er um guðsmyndir Íslendinga á þriðjudagsfundum í Hallgrímskirkju þessar vikurnar. Í liðinni viku ræddi sr. Sigurður Árni Þórðarson um guðsmyndir í sögu, samtíð og framtíð. Fyrirlesturinn er að baki þessari smellu. Þriðjudaginn 7. mars kl. 12.10 mun sr. Sigrún Óskarsdóttir, fangaprestur, flytja framsögu um guðsmynd í fangelsi. Allir...