Fréttir: Ágúst 2015

Fyrirbænamessa í kórkjallara á þriðjudögum

31.08.2015
Prestar kirkjunnar leiða notalega fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30. Verið hjartanlega velkomin.  

Afmælishátíð Biblíufélagsins

28.08.2015
Hið íslenska Biblíufélag var stofnað árið 1815 og er því 200 ára. Að gefu afmælistilefninu verður haldin veglega hátíð á vegum HÍB í Hallgrímskirkju, laugardaginn 29. ágúst og hefst kl.14. Allir eru velkomnir. Dagskrá: Forspil: Guðný Einarsdóttir (orgel) og Eiríkur Örn Pálsson (trompet) Setning: Biskup Íslands, frú Agnes M....

Dagur kærleiksþjónustunnar

27.08.2015
Sunnudaginn 30. ágúst, 13. sunnudag eftir þrenningarhátíð, er dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni.  Í Hallgrímskirkju er messa og sögustund kl. 11.00.  Sögustundin er í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamst messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða...

Árdegismessur alla miðvikudaga

25.08.2015
Árdegismessa á miðvikudegi kl. 8 í kór kirkjunnar. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og flytur hugvekju en messuþjónar aðstoða með bænir, forsöng og útdeilingu. Verið velkomin.  

Foreldramorgnar í kórkjallara

25.08.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomin.  

Hádegistónleikar Schola cantorum

25.08.2015
Miðvikudaginn 25. ágúst eru tónleikar Scola cantorum kl. 12.00 í Hallgrímskirkju. Flutt eru íslensk tónlist, þjóðlög og kórperlur. Aðgangseyrir er 2000 kr. og miðar seldir við innganginn.

Sjálfusótt

24.08.2015
Trúir þú á Guð? Fyrir skömmu var hópur fólks að ræða um trú og trúariðkun. Nokkur börn voru nærstödd og tóku þátt í umræðunni. Einn drengjanna spurði: „Trúir þú á Guð?“ Svarið var: „Nei, ég trúi bara á sjálfa mig. Ég trúi ekki á neitt sem er meira en ég sjálf.“ Og barnið hugsaði um þessa afstöðu og hafði þörf fyrir - þegar heim var komið - að ræða...

Lokatónleikar Schola cantorum

23.08.2015
Schola cantorum heldur lokatónleika kirkjulistarhátíðar, sunnudaginn 23. ágúst kl. 17. Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Einnig verða frumflutt verk eftir Sigurð Sævarsson og Jón...

Hátíðarmessa 23. ágúst kl. 11

22.08.2015
Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju er haldin þessa ágústdaga. Flesta daga eru stórviðburðir í kirkjunni. Sunnudagurinn 23. ágúst verður hátíðamessa á lokadegi hátíðarinnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Leonard Ashford og dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar. Hinn frábæri...