Fréttir: 2019

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 14. ágúst í Hallgrímskirkju / Lunchtime concert wednesday agust 14 at 12 noon

12.08.2019
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 14. ágúst í Hallgrímskirkju. Á hádegistónleikunum verða flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til...

Vegna athafna yfir daginn 12.08.2019

11.08.2019
Vegna athafna verður mikið um lokanir í kirkjunni þessa dagsetningu Mánudaginn 12.08.2019. Þá er bæði lokað í Turninn og inn í Kirkjuna frá kl  10:45 - 17:30. Biðjumst við innilega afsökunar ef þetta veldur óþægindum fyrir gesti og gangandi. Kær kveðja Starfsfólk kirkjunnar.

Sunnudagur 11. ágúst 2019, regnbogamessa.

08.08.2019
Regnbogamessa kl. 11. Grétar Einarsson prédikar. Sr. Eva Björg Valdimarsdóttir, héraðsprestur, og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða og lesa ritningartexta og bænir: Hjördís Jensdóttir, Árni Árnason, Birna Gunnarsdóttir, Sigrún V. Ásgeirsdóttir og Jörundur Kristjánsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja....

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju Helgina 10-11. ágúst - Susannah Carlsson, organisti við Dómkirkjuna í Lundi, Svíþjóð / Susannah Carlsson, concert organist at the Cathedral of Lund, Sweden

07.08.2019
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019 Laugardagur 10. ágúst kl. 12.00 - 12.30 Susannah Carlsson, organisti við Dómkirkjuna í Lundi, Svíþjóð Leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Eli Tausen á Lava, Charles Marie Widor, Johan Alain og Maurice Duruflé. Miðaverð 2500 kr   Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju...

Orgeltónleikar fimmtudaginn 8. ágúst kl. 12.00 - 12.30 - Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju / International Organ Summer in Hallgrímskirkja  Thursday 8. August at 12:00 - 12:30 

06.08.2019
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019 Fimmtudagur 8. ágúst kl. 12.00 - 12.30 Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju leikur verk eftir Felix Mendelssohn, Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal. Miðaverð 2500 kr   Guðný Einarsdóttir stundaði píanónám frá unga aldri og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og...

Árdegismessa miðvikudaginn 7. ágúst kl. 8.

06.08.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 7. ágúst kl. 8. Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 7. ágúst í Hallgrímskirkju. / LUNCHTIME CONCERT WEDNESDAY AUGUST 7 AT 12 NOON

06.08.2019
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 7. ágúst í Hallgrímskirkju. Á hádegistónleikunum verða flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til...

Ferðasaga og Saga

04.08.2019
Ferðafólk segir sögur og það sem fólk tjáir er með ýmsu móti. Eru ferðasögur um einstakar ferðir eða jafnvel líka um lífsferðina. Sigurður Árni talaði um ferðasögur fólks, merkingu þeirra og erkisögu heimsins sem Guð segir um sig. Íhugunin er að baki þessari smellu.

Ferðasögur í messuni 4. ágúst

03.08.2019
Fólk er á ferð um verslunarmannahelgi. Í messunni 4. ágúst verður rætt um ferðasögur heimsins og hvað þær segja um menn og líf en jafnvel líka Guð. Messan hefst kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Kjartan Jósefsson Ognibene. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Útspil leikur...