Fréttir: 2020

Helgistund frá Hallgrímskirkju

15.11.2020
Helgistund frá Hallgrímskirkju þennan næst síðasta sunnudag á kirkjuárinu er komin á youtube. Þátttakendur í helgistundinni eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, Björn Steinar Sólbergsson organisti og Ásta Marý Stefánsdóttir söngkona. Kristný Rós Gústafsdóttir setti myndbandið saman. Myndirnar í myndbandinu eru teknar...

Jesús í Hallgrímskirkju

12.11.2020
Hver var fyrirmynd andlits Jesú á Kristsmynd Einars Jónssonar? Fyrirmyndin var ekki mennsk, en Einar heillaðist af því andlitsfalli sem Tórínó-líkklæðið opinberaði. Það var trú margra að það hefði verið líkblæja Jesú. Einar var þó ekki að leita að eftimynd eða ljósmynd af Jesú heldur mat hann gildi hins stíliseraða, handanmenska andlitsfalls...

Sorgin - skuggi ástarinnar

09.11.2020
Sorg er ekki sjúkdómur heldur einn af þáttum heilbrigðs lífis. Sorg er sársauki sem verður þegar við missum einhvern sem er okkur mikilvægur og við elskum. Dauði, skilnaðir, ósætti, tengslarof og vinslit valda sorg. Ástin er meginþáttur heilbrigðs lífs. Allir vilja elska en enginn syrgja. Ef við viljum losna við sorg og söknuð ættum við að...

Framtíðarfólk

08.11.2020
Af hverju að senda fólk og fé til Afríku – eða einhvers annars hluta heimsins til að kynna fólki Jesú Krist, kristna trú, kristinn sið? Er það til að bæta heiminn og þjóna fólki? Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag og hefur verið haldinn frá árinu 1936. Söfnuður Hallgrímskirkju styður hjálparstarf og kristniboð. Sigurður Árni segir frá ferð...

Athvörf

06.11.2020
Hún sat framarlega í kirkjunni. Baksvipurinn og slegið hárið vöktu athygli, sérstaklega þessa dagana þegar fáir leggja leið sína í kirkjuna.  Svo kom hún gangandi til móts við mig,  gríma huldi hálft andlitið en í augunum spurn. Hún heilsaði á ensku, sagði nafnið sitt og hvaðan hún væri og hvort ég gæti beðið með henni.  Beðið fyrir afa hennar...

Allra heilagra messa í Hallgrímskirkju

01.11.2020
Helgistund frá Hallgrímskirkju í tilefni af allra heilagra messu er komin á Youtube. Þátttakendur í Helgistundinni eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Björn Steinar Sólbergsson organisti og Schola cantorum sem syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Kristný Rós Gústafsdóttir setti myndbandið saman. Flestar myndirnar í myndbandinu eru teknar af...

Ástin og ártíð

27.10.2020
Í dag er 346. ártíð Hallgríms Péturssonar sem lést 27. október 1674. Hallgrímur var frábært skáld, mikilvægasta trúarskáld Íslendinga. Stærsta kirkja þjóðarinnar er táknkirkja mannsins og trúar hans. En af hverju skyldi Hallgrímur Pétursson hafa orðið svo elskaður meðal formæðra og forfeðra okkar? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega - en líka...

Kennileiti kirkjunnar

26.10.2020
Þankar á vígsludegi Hallgrímskirkju, 26. október 2020 og við ártíðardag Hallgríms Péturssonar  27. október 2020 „Þótt það sé heimsfaraldur í gangi þá megum við ekki missa mikilvægasta kennileiti miðborgarinnar, sem er lífið...“ Voru orð ungs  framkvæmdamanns, Geof­frey Þ. Huntingdon-Willi­ams, annar eiganda Priksins í miðborg Reykjavíkur í...

Íkón Íslands

25.10.2020
Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. Þessa ferðbæn orti Hallgrímur Pétursson. Fólk bað hana í upphafi ferða og þegar farið var  á sjó. Margt af því sem Hallgrímur samdi var á vörum fólks og til stuðnings lífinu. Svo hefur kirkjan á...