Fréttir: 2019

Rómantísk kór- og orgeltónlist sunnudaginn 10. mars kl. 17

08.03.2019
Rómantísk kór- og orgeltónlist  Mótettukór Hallgrímskirkju Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju  sunnudag 10. mars 2019 kl.17 undir yfirskriftinni Rómantísk kór- og orgeltónlist. Þar flytur kórinn sérlega fallega efnisskrá með kórtónlist eftir Bruckner, Mendelssohn og Brahms ásamt Ástu...

Sýningaropnun - Birtingarmyndir

08.03.2019
Birtingarmyndir / Manifestations Listsýning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur Birtingarmyndir verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. mars 2019 við messulok kl. 12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýningastjórar eru Rósa Gísladóttir, Þórunn Sveinsdóttir og G.Erla Geirsdóttir. Allir eru hjartanlega...

Hvernig mæltist prestinum?

07.03.2019
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

07.03.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 7. mars kl. 12 Fastan er hafin og Passíusálmarnir eru gjarnan íhugaðir á þessum tima. Í kyrrðarstundinni 7. mars verður lesið úr 44. og 19. sálmi. Þar er rætt um bæn og anda. Már Viðar Másson, kennari og sálfræðingur les. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í...

Nr. 4

06.03.2019
Ferðalagið okkar heldur áfram. Samband foreldra og barna, 4. boðorðið, yfir 3000 ára samleið með veröldinni og við erum komin til dagsins í dag. “En ég ætla að segja núna svo alþjóð heyri, fyrirgefðu Halldóra mín. Mína sök.”  Þessi orð snertu strengi, siðferðilega og viðkvæma, þegar maður á níræðisaldri tók þannig upp hanskann fyrir...

Öskudagur í Hallgrímskirkju

05.03.2019
Mikið er um dýrðir við upphaf föstunnar. Öskudagurinn markar upphaf langaföstu sem er tímabil kirkjuársins sem varir í 40 daga að kyrruviku. Undirbúningur fyrir páskana. Því verður fagnað á morgun með lifandi hætti. Kl. 8: Verður eins og alla miðvikudagsmorgna árdegismessa. Í þetta skiptið verður árleg öskudagsmessa. Allir hjartanlega velkomnir,...

Krílasálmar

04.03.2019
Krílasálmar á morgun og alla þriðjudaga kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með...

Fyrirbænamessa

04.03.2019
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Sr. Jakob Jónsson

04.03.2019
Í bréfi Jakobs Jónssonar frá 9. janúar 1984 sagði hann: „Ræður mínar eru ... misjafnar að gæðum ... og við endurlestur segir maður stundum við sjálfan sig eins og Pinochio í Pleasure Island: „Did that come out of me?“ Og hvað var það sem kom út úr honum, hvað hugsaði hann og skrifaði, sagði og prédikaði? Sigurður Árni Þórðarson ræddi um...