Fréttir: Október 2020

Ástin og ártíð

27.10.2020
Í dag er 346. ártíð Hallgríms Péturssonar sem lést 27. október 1674. Hallgrímur var frábært skáld, mikilvægasta trúarskáld Íslendinga. Stærsta kirkja þjóðarinnar er táknkirkja mannsins og trúar hans. En af hverju skyldi Hallgrímur Pétursson hafa orðið svo elskaður meðal formæðra og forfeðra okkar? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega - en líka...

Kennileiti kirkjunnar

26.10.2020
Þankar á vígsludegi Hallgrímskirkju, 26. október 2020 og við ártíðardag Hallgríms Péturssonar  27. október 2020 „Þótt það sé heimsfaraldur í gangi þá megum við ekki missa mikilvægasta kennileiti miðborgarinnar, sem er lífið...“ Voru orð ungs  framkvæmdamanns, Geof­frey Þ. Huntingdon-Willi­ams, annar eiganda Priksins í miðborg Reykjavíkur í...

Íkón Íslands

25.10.2020
Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. Þessa ferðbæn orti Hallgrímur Pétursson. Fólk bað hana í upphafi ferða og þegar farið var  á sjó. Margt af því sem Hallgrímur samdi var á vörum fólks og til stuðnings lífinu. Svo hefur kirkjan á...

80 ára afmæli Hallgrímssafnaðar - hátíðarguðsþjónusta

24.10.2020
Hátíðarguðsþjónusta við 346. ártíð Hallgríms Péturssonar og 80 ára afmæli Hallgrímssafnaðar, 25. október 2020 kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta: Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Introitus...

Það er gott að sækja í kyrru

21.10.2020
Hallgrímssöfnuður á afmæli og er áttatíu ára. Árið 1940 ákvað Alþingi að stofna þrjár nýjar sóknir í Reykjavík og þar á meðal var Hallgrímssókn. Fyrstu árin var helgihald í Austurbæjarskóla. Bygging Hallgrímskirkju hófst svo árið 1945 og þremur árum síðar var kjallari kórsins vígður sem kirkjusalur. Þar var messað þar til nýr kirkjusalur var...

Langlundargeð

18.10.2020
Búðarferð dagsins, skáskýt mér milli hillna, verð vandræðaleg með grímuklætt andlitið og gufuslegin gleraugun.  Afsakandi augnaráð – ekki koma nær,  við erum að vanda okkur og passa upp á hvert annað, ekki satt. Teygi mig í hrökkbrauðspakkann og hugsa um leið „Hefði kannski átt að panta á netinu ?“ Niðurstaðan er að það er gott að sjá fólk,...

Gera eða vera

16.10.2020
Upptaka þessarar hugleiðingar er að baki þessari smellu. Ekki snerta, ekki taka í hendur, halda sér langt frá öðrum. Þetta sem er svo langt frá því sem okkur hefur verið kennt og þykir svo mikilvægt. Okkur er gert erfitt fyrir að gera það sem við vildum svo gjarnan, knúsa fólkið okkar, fara í sund eða á fundina sem gera okkur gott eða sækja...

Afmæli og fyrsta guðsþjónustan

14.10.2020
Myndskeið - íhugun um guðshúsið Hallgrímskirkju að baki smellunni. Á þessum degi, 14. október árið 1962, var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Til þess tíma og raunar til 1974 var messað í kór kirkjunnar. Á árinu 1962 hafði verið lokið að steypa upp veggi kirkjuskipsins til hálfs og undirstöður súlna í kirkjuskipinu. Þá...

Hvenær endar þetta eiginlega?

11.10.2020
Fólk er orðið þreytt á faraldrinum. Bylgjan nú er mörgum þungbærari en í vor. Ekki sér til enda farsóttarinnar. Veiran hemur samfélag manna. Þreyta fólks, ótti og leiði hefur nafn; fararsóttarþreyta. Sú þreyta er jafnvel í veldisvexti. Þegar álag vex og ekki sér út úr kófinu verður styttra í kviku fólks. Samfélagsstreitan vex og ósætti líka....