Fréttir: Mars 2024

Páskar - hátíð vonarinnar

31.03.2024
Saga páskamorgunsins  er sagan úr hversdeginum, þetta er alveg eins saga úr ógn samtíma okkar. Þetta sem festir sig í huga þeirra sem verða fyrir og sjá hræðilega atburði. Þeirra sem hlaupa í ofboði og ótta og flýja. Dauði og upprisa. Þetta er svo samofið allri hugsun okkar, tilveru okkar og tilvist, náttúrunni, manneskjunni. Þetta varðar ekki...

Föstudagurinn langi

29.03.2024
Föstudagurinn langi Krossinn er eitt sterkasta tákn kristinnar trúar. Hann er gerður úr tveimur hlutum, láréttum og lóðréttum öxli. Það er einmitt það sem skýrt endurspeglar þá merkingu og boðun sem hann stendur fyrir, því í honum felst viss þversögn. Krossinn var verkfæri sem rómverjar notuðu til að taka uppreisnarmenn af lífi, á sem...

Skírdagur

28.03.2024
Á skírdag er þess minnst að Jesús stóð á fætur, þar sem hann var staddur með sínum lærisveinum til að neyta páskamáltíðar og tók til við að þvo fætur lærisveina sinna. Sem sagt að hreinsa, að skíra. Þannig vildi hann sýna þeim að sá sem mestur teldist hverju sinni hann væri kallaður til að þjóna, ekki til að láta þjóna sér. Síðan neyttu þeir...

Hallgrímur Pétursson / Minningarár - 350

24.03.2024
Minningarár - 350 Hallgrímskirkja er helguð minningu prestsins og listaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Á árinu 2024, 27. október, eru 350 ár liðin frá dánardægri hans. Til að heiðra minningu Hallgríms og arfleið 350 ára verður boðið upp á veglega dagskrá í Hallgrímskirkju í ár. Dagskráin verður í tónum, tali og myndlist, bókaútgáfu og fræðslu...

Dymbilvika og Páskar '24

19.03.2024
Dymbilvika og Páskar í Hallgrímskirkju '24 Pálmasunnudagur 24.marskl. 11 HÁTÍÐARMESSA á Pálmasunnudag Kl. 17 TÓNLEIKARTENEBRAE FACTAE SUNT - Kórtónleikar á föstuKór HallgrímskirkjuSteinar Logi Helgason stjórnandiAðgangseyrir 3.500 kr. Miðvikudagur 27. marsKl. 10 MORGUNMESSA Skírdagur, Fimmtudagur 28. marsKl. 20 MESSA OG...

Forvarnir og fyrsta hjálp ungbarna

18.03.2024
Forvarnir og fyrsta hjálp ungbarna Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldra ungbarna hjartanlega velkomna á hagnýta foreldrafræðslu næstkomandi miðvikudag, 20. mars kl. 10-12 í Hallgrímskirkju (salur í kjallara, inngangur á bak við kirkjuna). Forvarnir og fyrsta hjálp ungbarna. Hrafnhildur Helgadóttir, menntaður...

Fimm flytja Passíusálma í Hallgrímskirkju

12.03.2024
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar verða að vanda fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, milli 13.00 - 18.30 sem að þessu sinni ber upp á 29. mars. Flytjendur sálmanna eru eftrtaldir: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, dr. Margrét Eggertsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir sem báðar eru bókmenntafræðingar og...

Endurbygging Frobenius kórorgelsins / Reconstruction of the Frobenius Choir Organ in Hallgrímskirkja

08.03.2024
Kórorgel Hallgrímskirkju er komið til landsins eftir endurbyggingu og stækkun í Danmörku. Kórorgelið var byggt af Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S í Lyngby í Danmörku og vígt í desember 1985. Í ágúst 2023 var orgelið tekið niður og flutt til Danmerkur í orgelsmiðju Frobenius. Með endurgerð og stækkun kórorgelsins, vilja söfnuðurinn og...

Hallgrímur enn í fullu fjöri

07.03.2024
Hallgrímur enn í fullu fjöri.Undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja efnt til fyrirlestraraðar tvisvar á ári, í febrúar og október þar sem tekin hafa verið fyrir hin ýmsu fyrirbærimannlífsins í fortíð og nútíð og gott fólk fengið til að halda erindin.Á þessu ári er þess minnst á margvíslegan hátt að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar....