Fréttir: Júní 2020

Hádegismessur á miðvikudögum

30.06.2020
    Miðvikudagsmessurnar hefjast aftur á morgun eftir hlé. Nú verða þær á nýjum tíma, í hádeginu og hefjast klukkan 12. Á morgun, miðvikudaginn 1. júlí, mun sr. Irma Sjöfn þjóna og Kristný Rós Gústafsdóttir flytja hugvekju. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Verið velkomin

Sunnudagurinn 28. júní í Hallgrímskirkju

27.06.2020
Messa klukkan 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Messa á ensku klukkan 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Suðursal eftir...

Hádegisbænir kl. 12 miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga

24.06.2020
Hádegisbænir eru í Hallgrímskirkju kl. 12 alla miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Þetta eru kyrrðar- og bænastundir sem prestar, djákni og starfsfólk kirkjunnar sjá um. Miðvikudaginn 24. júní sér Kristný Ósk Gústafsdóttir um stundina en Sigurður Árni Þórðarson sér um fimmtudags- og föstudagssamverurnar. Hádegisbænir hefjast eftir...

Íslenskt orgelsumar í Hallgrímskirkju

24.06.2020
Björn Steinar Sólbergsson leikur á upphafstónleikum íslensks orgelsumars 2020 fimmtudaginn 25. júní kl. 12.30. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2020. Íslenskir organistar munu sjá til þess að...

Tónleikar og tilboð í turninn

23.06.2020
Um sólarlagsbil Tónleikar og turn í Hallgrímskirkju Kammersönghópurinn Schola cantorum flytur áhrifarík kórverk í Hallgrímskirkju að aðfararkvöldi Jónsmessunætur þann 23. júní, kl 21:00. Á tónleikunum hljóma verk sem leiða áhorfendur í hljóðheim slökunar og núvitundar. Segja má að ljósið ríki í þessum verkum sem er viðeigandi á bjartasta...

Messa sunnudaginn 21. júní kl. 11

18.06.2020
2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og talar um samkvæmi og veisluklúður. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messukaffi í Suðursal að lokinni...

Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

16.06.2020
  Hallgrímskirkja er opin kl. 12-18 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Kl. 12 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða bænastund og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Borgarblómin munu flytja sígildar dægurperlur kl. 15. Tónlistarhópurinn samanstendur af þremur klassískum tónlistarkonum, Mörtu Friðriksdóttur sópran, Ólínu...

Auður eða áhrifavaldur

14.06.2020
Saga Jesú um Lasarus er áhrifarík og varðar okkur öll, líka heimsmál, náttúru og pólitík. Prédikun Sigurðar Árna 14. júní er hér á eftir: Hvað er að vera ríkur? Hvenær hefur maður nóg? Finnst ríkum hann eða hún einhvern tíma hafa nóg? Og svo er það spurningin um hvað er alvöru auður og hvað ekki? Saga Jesú um ríka manninn og Lasarus er merkileg...

Hroki eða helvíti og slatti af peningum

13.06.2020
Guðsþjónusta sunnudaginn 14. júní kl. 11. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar þennan sunnudag verða Birna Gunnarsdóttir, Stefán Jóhannsson, Hjördís Jensdóttir, Helga Kristín Diep, Sesselja Jónsdóttir og Sigrún Ásgeirsdóttir. Í prédikun verður...