Fréttir

Kyrrðarstund

30.01.2019
Kyrrðarstund verður á fimmtudaginn 31. janúar kl. 12. Að þessu sinni mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

29.01.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

29.01.2019
Miðvikudaginn næsta, 30. janúar verður messað kl. 8 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu verður morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

28.01.2019
Þriðjudaginn 29. janúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

27.01.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Íslandsviðburður - heimsviðburður

26.01.2019
Einstakur og sögulegur atburður verður í messunni 27. janúar í Hallgrímskirkju, Íslandsviðburður og jafnvel heimsviðburður. Átta systkini verða skírð í upphafi messu. Þar af eru fjögur þeirra fjórburar og tvö tvíburar. Þau eru öll bandarísk. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands til að skírast er að elsti bróðirinn var á ferð með foreldrum...

Ensk messa sunnudaginn 27. janúar kl. 14 / English service with holy communion 27th January at 2pm

25.01.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 27. janúar, fyrsta sunnudag ársins.Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir.Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 27th January at this...

Gildi Íslendinga og orðin tíu

25.01.2019
Eru boðorðin í Biblíunni gleðimál? Eru þau hagnýt fyrir lífið eða neikvæð bönn? Hafa fornir vegvísar Biblíunnar gildi fyrir allt fólk og á öllum tímum? Þetta eru spurningar sem við prestar Hallgrímskirkju höfum áhuga á. Við munum í prédikunum ræða um gildin í  samfélagi okkar og gildi boðorðanna í messum frá 27. janúar til 7. apríl....

Messa og barnastarf sunnudaginn 27. janúar kl. 11

24.01.2019
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir. Skírt verður í messunni. Frá sunnudeginum...