Fréttir

Bullandi karlmennska

19.12.2018
Karlmennskan var til umræðu í prédikun á þriðja sunnudegi í aðventu. Fjallað var um Jóhannes skírara, biblíuhugmyndir og verkefni nútímakarla. „Karl sem þjónn, karl sem siðferðisvera, karl sem vitringur, karl sem lítur á sig sem hlekk í keðju, hluta heildar og í þágu annarra. Það er karlaímynd Biblíunnar – og enginn ábyrgðarflótti.“ Hugleiðingin...

Kyrrðarstund á jólaföstu

18.12.2018
,,Leitaðu friðar og leggðu stund á hann“ Sálmur 34.15 Miðvikudaginn 19. desember kl. 17 – eftir lokun verður boðið til sérstakrar kyrrðarstunda sem einblína á íhugun og bæn í hljóðri kirkjunni. Kirkjugestir eru hvattir til þess að kveikja á kertum á kórtröppunar eða við ljósberann og njóta þess að vera í kyrrðinni fjarri stressi í kringum...

Síðustu foreldramorgnar fyrir jól

18.12.2018
Miðvikudaginn 19. desember verða síðustu foreldramorgnarnir fyrir í Suðursalnum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Verið velkomin.

Átta milljónir til hjálparstarfs

17.12.2018
Við messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. desember var úthlutað úr Líknarsjóði Hallgrímssafnaðar og gerð grein fyrir messusamskotum á árinu. Eins og jafnan er safnað til góðra málefna í sunnudagsmessum í Hallgrímskirkju og einnig í árdegismessum á miðvikudögum. Kirkjugestir lögðu samtals fram um 1.5 milljónir króna í samskotum við messur á...

Síðasta árdegismessan fyrir jól

17.12.2018
Miðvikudaginn næsta, 19. desember verður messað kl. 8 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu verður jólamorgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa

17.12.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn fellur niður

17.12.2018
Því miður fellur síðasta hádegisbænin fyrir jól vegna veikinda.  

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2018

16.12.2018
Dagana 1. - 31. desember er jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju. Mikið um dýrðir og hér gætir að líta plaggat um hátíðina. Nánari upplýsingar inn á listvinafelag.is.  

Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 1.-31. des. 2018.

14.12.2018
Klais orgel Hallgrímskirkju var vígt 13. desember 1992 og hefur sú skemmtilega hefð skapast að halda jólatónleika með orgelinu kringum vígsluafmælisdag orgelsins.    Í ár er boðið upp á jólaorgeltónleika sunnudaginn 16. desember kl. 17 með Láru Bryndísi Eggertsdóttur, organista Hjallakirkju í Kópavogi, en hún er nýflutt aftur heim...