Fréttir: 2016

Allt að gerast í Hallgrímskirkju! Upphaf vetrarstarfsins

06.09.2016
  Núna í byrjun september hefst eins og vanalega okkar fasta kirkjustarf. Nóg er um að vera og margt í boði fyrir fjölbreytta aldurshópa en í þessari færslu verður stikklað á stóru varðandi dagskrárliði sem hafa legið í ,,sumardvala". Fermingarstarf Fermingarfræðslan er alla miðvikudaga kl. 15 - 16 í kórkjallara kirkjunnar...

Árdegismessa

06.09.2016
Árdegismessa er ávallt kl. 8 á miðvikudögum og sú næsta 7. september. Góð leið til þess að hefja daginn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa og starf eldri borgara hefst á morgun í kórkjallaranum

05.09.2016
Á morgun, þriðjudaginn 6. september kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa með altarisgöngu í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Eftir messuna hefst svo starf eldri borgara eftir gott sumarfrí, Liðug á líkama og sál. Starfið er í...

Hvernig er Guð?

04.09.2016
Hvaða erindi eiga þessir ungu menn, Belgar, við Guðna forseta og presta þjóðarinnar? Eigum við bara að taka úr sambandi öll nútímaviðmið í siðferði og trú? Já, hver er Guð? Þetta voru nokkrar spurningar sem hljómuðu í messunni 4. september. Sigurður Árni talaði um guðsmynd, afstöðu til siðferðis, Biblíunnar og samtíma. Hugleiðingin er að baki...

Opnun myndlistarsýningar í anddyri kirkjunnar næsta sunnudag

01.09.2016
Sjálf sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningu Erlu S. Haraldsdóttur, sem opnar í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag, þann 4. september klukkan 12.15. Erla nefnir sýninguna Genesis og samanstendur hún af sjö nýjum málverkum sem gerð eru sérstaklega fyrir anddyri kirkjunnar. Sköpunarsagan er þekkt stef í kirkjulistasögunni og gengur Erla inn...

Messa og upphaf barnastarfs 4. september kl. 11

01.09.2016
Þessi sunnudagur er 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Mikið um dýrðir í Hallgrímskirkju kl. 11, þar sem vetrarstarfið hefst að nýju með krafti. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Norski kórinn Paulikor frá Osló...

Seinustu sumartónleikar Schola cantorum á miðvikudaginn

30.08.2016
Á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 12 verða seinustu sumartónleikar kammerkórsins Schola cantorum. Íslensk kórtónlist hefur fengið að óma í allt sumar í Hallgrímskirkju á miðvikudögum og hefur ekki síst heillað ferðamenn upp úr skónum, sem eru afar áhugasamir um að kynnast íslenskum tónlistararfi. Á dagskrá er blanda íslenskra þjóðlaga og...

Árdegismessa

29.08.2016
Árdegismessur eru alla miðvikudagsmorgna kl. 8. Góð leið til þess að byrja daginn í góðu samfélagi. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunverður og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.