Fréttir

Jólafundur Kvenfélagsins - skráning

09.11.2017
verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 19:00. Á fundinum verður hin hefðbundna hangikjötsveisla ásamt söng, upplestri og gleði. Verð kr. 3.900 á manninn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. nóvember hjá kirkjuvörðum í síma 5101000 eða kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is, á netfangið gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com eða hjá Ásu í síma...

Kyrrðarstund

06.11.2017
Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

06.11.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

06.11.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.11.2017
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

05.11.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Kirkjan lokar fyrr vegna veðurs

05.11.2017
Vegna veðurs lokar turninn kl. 16 og kirkjan lokar kl. 16.30. Við minnum líka á að tónleikar Schola cantorum kl. 17 er frestað einnig.  

ÁRÍÐANDI! TÓNLEIKUM Schola cantorum á Allra heilagra messu sunnudaginn 5. nóv nk.FRESTAÐ

05.11.2017
Fyrirhuguðum tónleikum Schola cantorum á Allra sálna messu í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 er aflýst vegna veðurs í samráði við sérfræðinga á Veðurstofunni. Þessir árlegu tónleikar þegar látinna minnst eru ávallt mjög vel sóttir af innlendum sem erlendum tónleikagestum og vilja forsvarsmenn Listvinafélagsins ekki eiga á hættu að fólk komi og...

Kórperlur með Schola Cantorum

03.11.2017
Kórperlur með Schola Cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn  5. nóvember 2017 klukkan 17   Efnisskrá: MEDIA VITA  eftir John SHEPPARD  MISERERE  eftir James MacMILLAN REQUIEM eftir Kjell- Mörk KARLSEN   Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn...