Fréttir

Messa og barnastarf 17. september kl. 11

15.09.2017
Fjórtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð, Hallgrímskirkja kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður, Karítas og Hreinn. Kaffisopi eftir messu. Verið...

Fyrsta hádegisbæn vetrarins

10.09.2017
Flesta mánudaga yfir árið er hádegisbænastund í kirkjunni kl. 12.15. Stundin er í umsjón hennar Sigrúnar Ásgeirsdóttur og er hún ávallt hjá Maríumyndinni inn í kirkju, vinstra meginn við altarið. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa og barnastarf 10. september kl. 11

08.09.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt Hólmfríði Grétu Konráðsdóttur djákna sem prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur og leiðtoga. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Upphaf vetrarstarfsins

08.09.2017
Í september hefst allt okkar venjulega safnaðarstarf sem verður í gangi yfir veturinn. Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf og listalíf en yfirlit yfir störfin eru hér fyrir neðan. Vertu hjartanlega velkomin í kirkjuna, við tökum vel á móti þér.  Árdegismessa Á miðvikudögum kl. 8 er öflugur hópur sem hittist inn í kirkju...

Trú og tabú

04.09.2017
Trú verður ekki bara við að hitta Jesú í sumarleyfi í Andalúsíu. Hún vex upp í venjulegum húsum og hjá venjulegu fólki. Trú stækkar heimsskynjunina. Hún er tengsl við hið stórkostlega í veröldinni. Hugleiðing sr. Sigurðar Árna 3. september er að baki þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is.

Messa og upphaf barnastarfsins

01.09.2017
Hallgrímskirkja Tólfti sunnudagur eftir þrenningarhátíð 3. september 2017 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi ásamt...

Síðustu hádegistónleikar Schola cantorum

29.08.2017
SCHOLA CANTORUM HÁDEGISTÓNLEIKAR ALLA MIÐVIKUDAGA KL. 12 21. júní – 31. ágúst Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á...

Foreldramorgnar í kórkjallara

29.08.2017
  Foreldramorgnar í kórkjallaranum á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.