Fréttir: 2020

Í kirkju

09.02.2020
Sunnudagsmessa og barnastarf kl. 11 í Hallgrímskirkju. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Hallgrímskirkja + vetrarhátíð 2020

05.02.2020
Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 6. – 12. febrúar  Vers vikunnar: Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er og hvers Drottinn væntir af þér: þess eins að þú gerir rétt, ástundir kærleika og þjónir Guði í hógværð. Míka 6.8 Kæru vinir og viðtakendur. Efni fréttabréfsins: - Tvö ný æskulýðsstörf byrjuð - Setning Vetrarhátíðar Reykjavíkur...

20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar

04.02.2020
20 ÁRA SÁLMASAMSTARF SIGURÐAR FLOSASONAR OG GUNNARS GUNNARSSONAR Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:15 Sigurður Flosason, saxófón Gunnar Gunnarsson, orgel Mótettukór Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson, stjórnandi Ókeypis aðgangur Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna tuttugu ára samstarfsafmæli með...

Kyrrðarstund

04.02.2020
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Hörður Áskelsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Árdegismessa

04.02.2020
Árdegismessa Miðvikudaginn 5. febrúar kl. 8 Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Raunir Jeremía

03.02.2020
RAUNIR JEREMÍA Laugardaginn 8. febrúar Kl. 16:00 Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti og altsöngkonan Hildigunnur Einarsdóttir flytja Myrkralexíur eftir Charpentier og fleiri verk. Harmljóð Jeremía urðu kveikja að sérstöku tónlistarformi í Frakklandi á 17. öld sem nefnt var „leçons de ténèbres“ eða „myrkralexíur“. Þær voru í senn...

Ég vil að þú vitir +2,0°C

03.02.2020
Föstudagskvöldið 7. febrúar kl. 20:00 frumflytur organistinn Kristján Hrannar Pálsson loftslagsverkið +2,0°C á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason heldur stutta ræðu í upphafi. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Aðgangseyrir: 2.500.- krónur og rennur allur ágóði tónleikanna til...

Kirkjukrakkar, prakkarar og kirkjustuð

02.02.2020
Nýtt fyrir börnin í febrúar og mars! Næstkomandi mánudag verða ný tilboð og starfshópar fyrir börnin í 1. - 7. bekk. Hin góða aðstaða og fundarrými í kórkjallaranum verður notuð. Umsjón hefur Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju og leiðtogar. Þátttakan verður ókeypis starf en skráning er...

Hádegisbæn

02.02.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.