Fréttir

Hátíðarmessa 25. október kl. 11

22.10.2015
Hátíðarmessa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Auk hans þjóna í messunni biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Valur Ingólfsson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, dr. Sigurður Árni Þórðarson, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, dr. Sigurður Pálsson, sr. Birgir Ásgeirsson og...

Útgáfa sögu Hallgrímskirkju á 75 ára afmæli safnaðarins

22.10.2015
Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur Hallgrímskirkja gefið út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt.  Sunnudaginn 25. október verður  útgáfunni fagnað...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

22.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögumí kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Kóræfing á fimmtudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

22.10.2015
22. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars...

Krílasálmar á fimmtudögum

21.10.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 22. október

21.10.2015
Í kyrrðarstundinni 22. október leikur Hörður Áskelsson á orgel Hallgrímskirkju og  Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Kóræfing á Þriðjudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

20.10.2015
Ídag 20. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal...

Fyrirbænastund í kórkjallara

19.10.2015
Fyrirbænastundir eru í kórkjallara Hallgrímskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna sem stýra þessum athöfnum. Netföng þeirra eru irma@hallgrimskirkja.is og s@hallgrimskirkja.is. Allir eru velkomnir og svo eru samfélagsskapandi samræður yfir kaffi og veitingum eftir að helgistundum lýkur.

Árdegismessa

19.10.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í miðvikudagsmessu þann 21. október sem verður að þessu sinni í Brautarholtskirkju á kjalarnesi. Prestur er séra Árni Svanur Daníelsson. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 08:00